Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 301
299 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
óábomu reitirnir taka upp meira nitur en voráburðarreitimir í júlí sem er vísbending um
meiri umsetningu í þessum reitum.
Þegar nitumpptaka haust- og voráburðarreita er borin saman kemur fram sama mynstur
og í uppskemnni. Upptaka niturs er að meðaltali 10% minni í haustábornu reitunum en
hinum sem fengu áburð að vori. Öll árin nema eitt er nitumpptaka voráburðarreita hærri
en haustábomu reitanna. Árið 1996 er niturupptaka hærri í haustábomu reitunum eins og
uppskeran og árið 1998 er upptakan svipuð og í voráburðarreitunum.
5. tafla. Upptaka niturs (kg/ha) við mismunandi áburðar- og sláttutíma, meðaltal 10 ára.
Uppgefin dagsetning sláttutíma er meðaltal allra ára.
Meðalsláttutími
Áburðartími 7.6. 21.6. 4.8.
Haustáburður 29,0 43,9 50,8
Fyrir gróanda 35,2 52,7 54,7
Eftir gróanda 32,5 52,6 57,5
Enginn áburður 6,5 10,9 18,0
Staðalfrávik 5,4 5,8 3,8
6. tafla. Niturprósenta við mismunandi áburðar- og sláttutíma, meðaltal 10 ára. Uppgefin
dagsetning sláttutíma er meðaltal allra ára.
Meðalsláttutími
Áburðartími 7.6. 21.6. 4.8.
Haustáburður 2,8 2,2 1,2
Fyrir gróanda 3,2 2,4 1,2
Eftir gróanda 3,5 2,7 1,3
Enginn áburður 2,2 1,8 1,3
Staðalfrávik 0,24 0,14 0,06
Haustáburðartíminn var aðeins breytilegur milli ára, frá 16. september til 9. október.
Ekki er hægt að sjá greinilegan mun á nýtingu eftir áburðartíma að hausti þegar nýtingin
er borin saman við voráburðarreitina. Samkvæmt niðurstöðum Hólmgeirs Bjömssonar
(1998a), fékkst betri nýting á nituráburði ef borið var á heldur fyrr en hér er gert eða
seinni part ágústmánaðar.
Hjá voráburðarreitunum var nitumpptaka svipuð sum árin en önnur ekki, og var það
ýmist hvor áburðartíminn var með betri nýtingu. Árin 1995,1997,1998 og 1999 var klaki
í 8-12 sm dýpt þegar borið var á þá reiti sem fengu áburð áður en byrjaði að grænka. Árið
1995 var nýtingin svipuð hjá báðum voráburðartímunum en hin 3 árin var hún lakari hjá