Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 303
301 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Uppgræðsla flagmóa í Skagafirði
Anna María Ágústsdóttir1, Ása L. Aradóttir12 og Bjami Maronsson1
'Landgræðslu ríkisins, 2Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
Flagmóar eru þýft land, þúfur rofttar áveðurs og oftast flög á milli þeirra. Þeir eru
uppskerulitlir, gróður þeirra hefur oft lítið beitargildi og einkennist af tegundum sem
eru lítt eftirsóttar af búfé (samanber Ingva Þorsteinsson 1980). Brattar þúfur og rofsár
sem einkenna flagmóana em ummerki um slæmt ástand úthaga og á ekki að nýta slíkt til
beitar (Ólafur Amalds 1994, Borgþór Magnússon o.fl. 1997). Þó flagmóar séu friðaðir
fýrir búfjárbeit gróa þeir hægt upp af sjálfu sér, einkum vegna mikillar frostlyftingar, auk
þess sem hliðar þúfnanna em oft það brattar að gróður á erfitt með að ná festu í þeim. Því
er talið eftirsóknarvert að græða upp flagmóa, bæði til að forða frekara jarðvegsrofi og
til að auka og bæta beitiland viðkomandi jarðar.
Mjög þýft land er oft mjög erfitt yfirferðar og getur það hamlað uppgræðsluaðgerðum.
Þá em háar og brattar þúfur viðkvæmar fyrir raski (Ólafur Amalds 1994), þannig að
hætta getur verið á að rof hefjist á ný þó að það takist að græða landið upp. Þess vegna
getur verið æskilegt að beita jarðvinnslu á undan uppgræðsluaðgerðunum í þeim tilgangi
að slétta landið og bæta skilyrði fyrir æskilegan beitargróður. Jarðvinnsla á úthaga, hefur
hingað til lítið verið stunduð hér á landi en er vel þekkt víða erlendis, meðal annars til
að auka uppskem og beitarþol, bæta vatnsbúskap og breyta tegundasamsetningu (sjá t.d.
Rango o.fl. 2002 og Miyamoto o.fl. 2004). Hins getur jarðvinnsla valdið tímabundnu
rofi og umferð þungra vinnuvéla getur þjappað jarðveginn og haft neikvæð áhrif á
ýmsa jarðvegseiginleika (Barber & Romero 1994), t.d. breytt dreifingu á stærð agna og
holrýma í jarðveginum, og aukið rúmþyngd í efstu lögum. Mikil þjöppun getur m.a. haft
neikvæð áhrif á uppvöxt gróðursprota, rótarvöxt- og dreifingu, upptöku næringarefna og
vatns, breytt eiginleikum vatnsrýmdar, nýtingu vatns fyrir gróðurvöxt (Brye ofl. 2005),
þannig að óvíst er hvort hún hafi tilætluð áhrif.
Flagmóar em útbreiddir víða um land, einkum á snjóléttum svæðum sem vom notuð
til mikillar vetrarbeitar fyrr á árum. Þeir eru töluvert einkennandi fyrir sumar jarðir
í Skagafirði og því þótti eftirsóknarvert að gera þessa tilraun þar. I apríl 2003 hófst
tilraunaverkefni með uppgræðslu flagmóa sem greint er frá hér. Markmið verkefnisins
var að bera saman mismunandi aðferðir við uppgræðslu og jarðvinnslu flagmóa í þeim
tilgangi að draga úr rofi og breyta þeim í uppskemmeira beitiland.
Aðferðir
Staðsetning og umhverfi
Rannsóknunum var valinn staður á eyðibýlinu Þröm á Langholti í Skagafirði
(65°37.175’N, 19°33. 091’V). Jörðin er um 242 hektarar að stærð og er að stómm hluta
rýrt mólendi, með háum og kröppum þúfum. Landinu hallar til vesturs. Samkvæmt