Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 322
320 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
að ráða niðurlögum eldsins og koma í veg fyrir að hann breiddist um mun stærra svæði
og bærist í mannvirki. Mýraeldum hefur verið líkt við náttúruhamfarir. Ekki leikur vafi
á að þetta eru mestu sinueldar sem þekktir eru hér á landi á síðari öldum og sennilega
einhverjir mestu gróðureldar eftir landnám.
í kjölfar eldanna var Náttúrufræðistofnun Islands falið af Sigríði Önnu Þórðardóttur
umhverfisráðherra að rannsaka áhrif eldanna á lífríki og fylgjast með framvindu
gróðurs og dýralífs á svæðinu næstu árin. A Mýrum hafði stofnunin unnið að
gróðurkortlagningu árin 1997-1998 og lágu því fyrir góðar upplýsingar um útbreiðslu
gróðurlenda á brunasvæðinu (Guðmundur Guðjónsson, Sigrún Jónsdóttir & Regína
Hreinsdóttir 2007). í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Islands, Háskóla Islands
og Náttúrufræðistofu Kópavogs var unnin fimm ára rannsóknaráætlun. I henni var
gert ráð fyrir að rannsóknimar tækju til gróðurkortlagningar svæðisins, gróðurfars,
sveppa, fugla og smádýra, hagamúsa og ferskvatns (Guðmundur A. Guðmundsson
o.fl. 2006). Rannsóknaáætlunin var samþykkt, ef frá em taldar fyrirhugaðar rannsóknir
á hagamúsum, og fé var tryggt til verkefnisins af ríkisstjóminni í byrjun júní 2006.
Rannsóknir hófust á svæðinu í kjölfarið og stóðu fram á haust. Gengu þær vel og í góðu
samræmi við áætlanir. Rannsóknimar á Mýmm era tvímælalaust þær umfangsmestu sem
farið hafa fram á áhrifum sinubruna hér á landi. Þar sem eldasvæðið er mjög stórt gafst
tækifæri á að rannsaka í fyrsta sinn hér á landi áhrif sinubruna á fuglalíf og lífríki vatna
sem að jafnaði gefst ekki við smáelda.
Á Fræðaþingi landbúnaðarins 2007 fer fram fyrsta kynning niðurstaðna rannsóknanna
á Mýmm og verður fjallað um útbreiðslu eldanna, gróðurkortlagningu svæðisins
(Guðmundur Guðjónsson, Sigrún Jónsdóttir & Regína Hreinsdóttir 2007), gróðurfar
(Jámgerður Grétarsdóttir & Jón Guðmundsson 2007), sveppi (Guðríður Gyða
Eyjólfsdóttir 2007), fugla- og smádýralíf (María Ingimarsdóttir, Guðmundur A.
Guðmundsson & Erling Ólafsson 2007) og rannsóknir á ferskvatni (Hilmar J. Malmquist
o.fl. 2007, Haraldur R. Ingvason o.fl. 2007) (1. mynd). Jafnframt er gerð grein fyrir
rannsóknum á útbreiðslu og orkulosun eldanna út frá gervitunglagögnum (Þröstur
Þorsteinsson 2007).
í þessari inngangsgrein er fjallað um útbreiðslu eldanna og stærð brunasvæðisins. Fyrst
verður þó vikið smttlega að gróðureldum og nokkmm heimildum um mikla sinuelda hér
á landi.
Gróðureldar
Sinu- og skógareldar eru víða algeng náttúrafyrirbæri og oft nauðsynlegur hluti af
lífsferli plantna og framvindu vistkerfa sem em aðlöguð bmna. Eldar eyða uppsafnaðri
sinu og trjágróðri og valda raski. I kjölfar þeirra verður endumýjun plöntu- og dýrastofna.
Algengast er að slíkir eldar kvikni við eldingar. Einnig kvikna eldar af mannavöldum,
af slysni eða ásetningi til að skapa rjóður í skógum, viðhalda ákveðnu ástandi lands eða
undirbúa fyrir ræktun. Þekkt dæmi um slíka bmna em kjörlendi skosku lyngrjúpunnar,
þar sem beitilyngsheiðar em brenndar reglubundið til að bæta beitiland rjúpunnar
(Gimingham 1972, Hobbs & Gimingham 1984, Tharme o.fl. 2001). í suðvesturríkjum