Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 327
325 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
30. mars
Upptök eldanna voru sunnan við þjóðveginn um Mýrar, liðlega 1 km vestur af Bretavatni
(3. mynd A). Um klukkan 7:30 um morguninn fór starfsmaður Gámaþjónustunnar um
veginn og varð hann einskis var. Upp úr kl. 8:30 fór flutningabíll þar um með sorp að
Fíflholtum, var þá eldur kominn upp og hafði hann breiðst niður fyrir Fíflholt um 1,5 km
leið frá upptökum (3. mynd A). Eldurinn er því talinn hafa kviknað um kl. 8. Eldsupptök
eru ókunn, en líklegast er að logandi vindlingi hafi verið kastað úr bíl á ferð um veginn
og að neisti frá honum hafi kveikt í sinu við vegkantinn. Veðurgögn frá Fíflholtum sýna
að norðaustanvindur, um 10 m á sekúndu, var þegar eldur kom upp, en vindhraði fór
vaxandi fram til kl. 13 er hann náði 14 m á sekúndu. Stífur vindur hélst fram til kl. 18 er
tók að lægja (2. mynd). Flest vötn á svæðinu voru ísilögð og barst eldurinn yfir þau með
fjúkandi glóð.
Eldurinn fór mjög hratt niður mýraflóana undan vindinum en tók einnig að breiðast hægt
út til hliðanna og upp á móti vindi. Þegar slökkvilið kom á svæðið um klukkan 10:30
var eldurinn kominn niður á móts við Einholtasel (3. mynd B). Að sögn heimafólks í
Skíðsholtum var eldtungan komin niður flóann á móts við bæinn klukkan 11 og sótti hún
áfram niður flóann í átt til strandar norðan við Ftólsvatn (3. mynd C). Um klukkan 12:
30 fór Unnsteinn Jóhannsson, bóndi í Laxárholti, við annan mann um veginn vestan við
Vogasel. Hafði eldur þá farið yfir veginn og náð fram til sjávar (3. mynd D).
Vegalengd frá upptökum til sjávar er 14,2 km og fór eldurinn hana á um fjórum og
hálfum tíma. Meðalhraði eldtungunnar sem sótti fram hefur samkvæmt því verið um 3,2
km á klst. Meðalvindhraði sem mældist að Fíflholtum kl. 8 - 13 var 11,1 m á sekúndu eða
40,0 km á klst. Utbreiðsluhraði eldsins undan vindi hefur því verið um 8% af vindhraða.
Vindstefna á þessum sama tíma mældist 42,3 gráður, þ.e. vindur blés því sem næst af
norðaustri. I stuttri samantekt um skógarelda í Kanada kemur fram að útbreiðsluhraði
flestra elda er innan við 0,5 km á klst, en dæmi eru um að eldar breiðist út með meira
en 6 km hraða á klukkustund (Canadian Forest Service 2007). Á skóglausu landi getur
útbreiðsluhraði sinuelda hins vegar orðið margfalt meiri, en hann ræðst einkum af vindi,
hita og rakastigi lofts, magni og eldfimi gróðurs og landslagi.
Eftir að eldurinn náði til sjávar tók hann að brenna upp flóann á móti vindi í átt að
Skíðsholtum. Eldurinn hélt svo áfram suður fyrir Hólsvatn inn í land Laxárholts. Einnig
breikkaði brunasvæðið allt frá upptökum til sjávar hægt og sígandi, einkum til austurs.
Að kvöldi 30. mars gekk vindur talsvert niður og hægði á útbreiðslu eldanna. Undir
miðnætti var útbreiðsla brunasvæðisins lík því sem fram kemur á 3. mynd E.
31. mars
Upp úr miðnætti herti vind aftur (2. mynd) og færðust þá eldamir í aukana. Tóku þeir
að berast suður eftir flóanum austan við Skíðsholt. Klukkan 5 að morgni var eldurinn
kominn suður fyrir veginn að Skíðsholtum (3. mynd F). Þaðan barst eldurinn áfram til
suðurs inn í land Hundastapa og Laxárholts og brann þar allt fram undir klukkan 15 er
hann var stöðvaður af miklu harðfylgi slökkviliðs- og heimamanna við aðalveginn sem
þverar Hólmakotsflóann austur af Laxárholti (3. mynd G). Um svipað leyti gerðist það
hins vegar að eldur barst austur yfir miðsveitarveginn við Hamra og brann þar allt til
kvölds, á mjóu belti meðfram hamrabeltinu til suðurs í átt að Ánastöðum.