Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 330
328 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
þar sem hún vex innan um kvistlag af íjalldrapa, bláberjalyngi og krækilyngi (Jámgerður
Grétarsdóttir & Jón Guðmundsson 2007). Það loftar því vel um gróðurlagið sem kann að
skýra hve hratt eldamir breiddust um.
1. tafla. Gróðurlendi og landgerðir á brunasvæðinu á Mýmm, reiknað út frá
gróðurkorti.
Gróðurlendi og landgerð KmJ ®/o
Þurriendi 4.63 6,4
Melar og litt gíóið land 1,61 2,2
Mosagióður 1,42 2,0
Mólendi 0,27 0,4
Graslendi 1,12 1,5
Ræktað land 0,16 0.-2
Votlendi 67,72 936
Deiglendi 1,02 1,4
XfSTl 12,S9 17,2
Flói 4S.38 66,9
Vötnogtjamir 5,4 7,5
Samtals 72,35 100,0
Gervitunglasýn á eldana
Eins og rakið er hér í annarri grein (Þröstur Þorsteinsson 2007) gáfli gögn frá
gervitunglunum Aqua og Terra umtalsverðar upplýsingar um útbreiðslu og ákafa
Mýraelda á þeim tímum sólarhrings sem þau vom yfir landinu. Tunglin eru notuð til
vöktunar jarðarinnar af bandarísku geimferðarstofnuninni (NASA). Þau hafa gefið
mikilvægar upplýsingar um ýmis fyrirbrigði á yfirborði jarðar og náttúruvá (Olafur
Amalds & Sigmar Metúsalemsson 2004). Braut tunglanna liggur um pólana og fara þau
einn hring um jörðu á sólarhring. Greinihæfni gagna frá tunglunum em reitir sem em
um 1 x 1 kílómeter að flatarmáli og er upplausn gagna frá þeim því fremur gróf (Þröstur
Þorsteinsson 2007).
Útfrá gervitunglagögnum er hægt að fá hugmynd um útbreiðslu eldanna í tíma og rúmi.
Á 4. mynd er sýnd samantekt þeirra reita þar sem hitafrávik vegna eldanna mældust á
yfirborði dagana 30. og 31. mars. Rétt er að benda á að ekki er víst að merki frá reitum
þar sem litlir eldar hafa logað hafi greinst og einnig kann reykur að hafa skyggt á eldana.
Engu að síður gefa tunglin trúverðuga mynd af útbreiðslu og gangi eldanna.
Á fyrsta degi eldanna, þann 30. mars, var tungl yfir svæðinu kl. 12:55 - 14:45 (4. mynd).
Merki frá því sýna að þá hafa eldar logað um mitt brunasvæðið á tungu sem nær frá
upptökum eldanna og fram til sjávar. Þessi tunga markar fyrstu hrinu eldanna er þeir
æddu niður flóana undan norðaustan veðrinu fyrri hluta dagsins. Aftur bárust merki að
kveldi 30. mars. kl. 20:55 - 22:35, þegar tungl fór yfir svæðið. Þar sést að eldamir vora
teknir að breiðast út til hliða frá fýrstu tungunni. Merkin gefa til kynna að mestur ákafi
hafi þá verið í eldunum á landi Kálfalækjar og Akra á norðurjaðrinum en við Miklholt
og á milli Laxárholts og Skíðsholts á suðurjaðrinum (4. mynd). Þann 31. mars bárast
merki kl. 12:00 - 13:50. Þau sýna að mestur gangur hefur þá verið í eldunum á syðsta
hluta branasvæðisins í landi Laxárholts og Hundastapa og sýnir meginframrásina sem
varð þann daginn. Þann 1. apríl var tungl yfir svæðinu kl. 12:45, en þá greindust engin
merki frá eldunum sem gefur til kynna þeir hafi legið niðri. Það kemur heim og saman