Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 340
338 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
2. tafla Meðallífmassi (± 1 SE) plöntuhópa, plöntuleifa og sinu í óbrunnu og brunnu
landi, og heildarmassi lífræns efnis. Marktækur munur er feitletraður, n=18. Vöxtur
einkímblöðunga er mæling á uppskeru sumarsins, sina er uppsafnað efni, einnig
meginhluti fjalldrapa, bláberjalyngs og annarra tvíkímblöðunga.
Lilrænt etim
(kghaþurrefhi)
Hörttuhópar Obrunnió Brunniö Mismunur P gildi
land land
Klófifa 315 = 45.1 368=33.1 53 p = 0.35
Aðrir einlinblödungar 670 = 3SJ 348 ±60.1 -322 p«0,001
Fjalldrapi os bláberjalvna 376= 152.7 27 = 5.8 -549 p < 0.01
Kolaöur fj alldr^ji 155 ± 37.S 155
Aðrir tvildsnblöðungar 287 ± Sl.7 4=1.4 -2S3 p « 0.01
Sina 1322 ± 169.0 318 = 85.0 -1004 pO.Oðl
Heildannassí lifræns efnis 3171 = 378.7 1219=101.6 -1952 p<0.001
Umræður
Niðurstöður um ástand gróðurs fyrsta sumarið eftir brunann á Mýrum sýna veruleg áhrif
brunans á gróður. Háplöntuþekja, mosi og sina var marktækt minni á brunnu landi en
óbrunnu en hlutdeild ógróins lands og sviðins mosa er marktækt meiri í brunnu landi
og var 54 % svarðlagsins sviðin. Aðrar rannsóknir á sinubruna hafa einnig sýnt fram á
minnkaða mosaþekju (Guðmundur Halldórsson 1996). Sumar rannsóknir hafa sýnt fram
á aukningu í grasvexti (Sturla Friðriksson 1963) en það kom ekki fram í þessari úttekt.
A meðan sinubruni var almennt stundaður var tilgangur hans að auka aðgengi skepna að
nýgræðingi og hvetja grasvöxt. Lítill endurvöxtur grasa varð í kjölfar brunans, enda lítið
um grös á svæðinu.
Afleiðingar sinubrunans á Mýrum eru minni háplöntuþekja, breytt tegundasamsetning
plantna og einhæfari flóra þar sem færri tegundir háplantna og fléttna fundust á brunna
svæðinu en því óbrunna. Sinubruninn hafði neikvæð áhrif á smárunnana; fjalldrapa,
beitilyng, krækilyng og bláberjalyng, en þeir vaxa í þykkum bamamosaþúfum á svæðinu.
Endurvöxtur fjalldrapa og bláberjalyngs (Vaccinium uliginosum) var þó mikill og er
líklegt að mosalagið hafi varið neðstu brum þeirra að töluverðu leyti gegn skemmdum. I
sænskri rannsókn er greint frá því að þar sem bmni nær eingöngu niður í mosalagið, uxu
aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus) og rauðberjalyng (K vitis-idea) strax upp aftur
og náðu fyrri þekju á 2-4 árum. En þar sem mosalagið brann einnig niður í opin svörð
uxu þessar tegundir ekki upp aftur. Þessar tegundir mynda jarðrenglur sem liggja ofan
í sverðinum með bram á um 5cm dýpi (Schimmel & Granström 1996). Bláberjalyng
myndar einnig jarðrenglur (Anne-Laure Jacquemart 1996) og á Mýram óx það upp
aftur þar sem bruni var grynnri en ekki þar sem bruni var dýpri. Að öllum líkindum er
svipaðra skýringa að leita í þeim endurvexti. Endurvöxtúr fjalldrapa var mikill út frá
rótarskotum. Fjalldrapi getur endumýjað sig fljótt eftir brana ef hiti í eldinum er ekki
of mikill, sérstaklega ef um vorbruna er að ræða, og virðist endurtekin brani ekki hafa
mikil áhrif á lifun hans, þótt ofanjarðarlífmassi minnki (de Groot o.fl. 1997).
Endurvöxtur beitilyngs og krækilyngs var aftur á móti ekki komin af stað sumarið
eftir brana, en fræplöntur beitilyngs voru algengar. Gimingham (1972) greinir frá að
endurvöxtur beitilyngs minnkar með auknum aldri plantna, og var endumýjun aðallega