Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 345
343 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Aðferðir
Rannsóknin á Mýrum 2006 byggir á samanburði á þéttleika fugla og fjölda smádýra
innan og utan brunnu svæðanna. Rannsóknir á fuglalífi, smádýrum, gróðurfari og
sveppum voru samræmdar með þeim hætti að rannsóknasvæði voru valin með tilliti
til fuglatalninga og aðrar vistfræðirannsóknir síðan framkvæmdar á hluta þeirra punkta
sem fuglar voru taldir á. Fuglar voru taldir á alls 297 punktum (146 óbrunnum og 151
brunnum) á níu sniðum sem skipað var þremur saman í þrjú fjarlægðarbelti frá ströndu
(1-2 km, 5-6 km, 10-11 km). Stefna sniða var norður-suður, eða því sem næst samsíða
ströndu (1. mynd). Af þessum punktum voru 18 óbrunnir og 18 brunnir valdir af handahófi
innan nokkurra útbreiddustu gróðursamfélaga svæðisins til ítarlegra gróðurrannsókna
(Jámgerður Grétarsdóttir & Jón Guðmundsson 2007) og úttektar á sveppum (Guðríður
Gyða Eyjólfsdóttir 2007) og smádýrum (1. mynd). Áætlun hefur verið gerð til fimm ára
um rannsóknir á áhrifúm bmnans. Ráðgert er að fylgja eftir framvindu fúglalífs með
árlegum mælingum en framvindu smádýralífs einu ári og fimm ámm eftir bmna. Á þeim
tíma er líklegt að lífríki taki að þróast í átt til fyrra horfs.
Smádýr
Mælireitir vom 50 x 2 m og lágu þvert á stefnu fúglasniða, 25 m í hvora átt út frá
fúglamælingapunktum. I nokkmm tilvikum varð fuglamælingapunktur endapunktur
mælireits vegna aðstæðna, t.d. skurða, og í tveimur tilvikum þurfti að hnika reitnum
til um nokkra metra til að hann lægi allur innan sama gróðursamfélags. Innan hvers
mælireits vom átta smáreitir (1 x 0,33 m) staðsettir af handahófi til gróðurmælinga og
voru fallgildrur til smádýraveiða settar af handahófi í þrjá þeirra.
Fallgildmr vom af hefðbundinni gerð (Erlendur Jónsson & Erling Olafsson 1989). Þeim
var komið fyrir um 20. júní, tæmdar um miðjan júlí og svo loks tæmdar og teknar upp
undir lok ágúst. Greint var úr tveimur gildmm úr hverjum mælireit en sú þriðja höfð til
vara. Mordýmm og mítlum var sleppt, en aðrir tegundahópar greindir til tegunda væri
þess kostur. Nokkrir tegundahópar innan tvívængna og æðvængna voru lagðir til hliðar
vegna erfiðleika við tegundagreiningar. Við úrvinnslu var niðurstöðum úr gildrum úr
hverjum mælireit slegið saman. Gögnin vom metin út frá tegundafjölda, fjölda veiddra
dýra og samsetningu samfélaganna á hverju sniði. Fjölbreytugreiningu (DCA-hnitun)
var beitt til að bera saman einstaka mælireiti út frá tegundum og algengni þeirra og
forritið Canoco (ter Braak & Smilauer 1998) notað til þess. Einnig var Shannon
fjölbreytileikastuðull reiknaður fyrir hvern mælireit og áhrif brunans á fjölbreytilcika og
fjölda veiddra dýra athuguð með t-prófi.
Fuglar
Fuglatalningar fóru fram dagana 10., 11. og 13. júní 2006. Þrír athugendur gengu
samsíða með 500 m millibili og með hjálp GPS tækis var gengið að fyrirfram ákveðnum
punkti við enda hvers sniðs. Mælipunktar vom teknir á 300 metra fresti. Á hverjum
punkti voru fúglar taldir í fimm mínútur, gerð almenn lýsing á gróðurfari, branastigi og
teknar ljósmyndir. Allir fuglar og atferli þeirra var skráð og fjarlægð til þeirra metin og
teiknuð á kort. Við úrvinnslu var þeim fuglum sem sýndu varpatferli skipt í fjarlægðabil;
0-20 m, 20-40 m, 40-80 m, 80-120 m, 120-160 m, 160-200 m og fjær en 200 m. Fuglum
sem ekki sýndu varpatferli, t.d. flugu hjá eða vom við fæðuleit vom skráðir en sleppt í