Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 348
346 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Þess ber að geta að fallgildrur hafa þann ókost að veiðin fer bæði eftir fjölda dýra og
virkni þeirra, en líkumar á að dýr lendi í gildm aukast að sjálfsögðu bæði með fjölda
þeirra á svæðinu sem og hversu mikið þau em á ferðinni. A óbrannu landi ferðast dýrin
um í þrívíðu plani sinuflókans en þar sem sina er bmnnin hafa dýrin lítið annað en opinn
svörðinn til að ferðast á. Þau fara þá hraðar yfir, ef miðað er við flatareiningu. Um leið
em dýrin væntanlega berskjaldaðri fyrir fuglum í fæðuleit.
Fuglar
Alls var skráð 1441 óðal fugla af 28 tegundum á óbmnnu landi og 1668 óðul fugla af
27 tegundum á bmnnu landi. Tegundasamsetning og algengni var mjög svipuð. Fuglar
sem varð vart á báðurn svæðum vom auk mófugla (1. tafla): lómur, himbrimi, álft,
grágæs, stokkönd, æðarfugl, svartbakur, hettumáfur, kjói, kría, maríuerla, steindepill,
snjótittlingur og hrafn. A óbmnnu landi varð vart við urtönd og rauðhöfðaönd, en
á bmnnu haförn og sílamáf. Shannon fjölbreytileikastuðull var nánast sá sami fyrir
óbmnnið (2,20) og brunnið (2,15) land.
1. tafla. Fjöldi mófugla og þéttleiki (pör/km2) ásamt staðalfráviki (SD) á óbmnnu og bmnnu landi
á Mýmm sumarið 2006. Niðurstöður fervikagreiningar (ANOVA) em sýndar ásamt líkum (P).
e.m. = ekki marktækt.
Óbrutmið (N=146) Brunnið (N'=151) F-gildi P
Óðul Pör km: SD Öðul Pörkm: SD
Tjaldur 5 0,0 0 - - 3,5 e.m.
Sandlóa 4 0,9 0,8 4 0,0 - 0,0 e.m.
Heiðlóa 96 5,2 1,4 115 3,8 1,2 0,9 e.m.
Lóuþræll 193 153 2,6 223 14,9 2,5 1,6 e.m.
Stelkur 47 5,2 1=6 39 4,3 1=4 0,6 e.m.
Hrossagaukur 406 40,5 4,2 463 65,2 5,5 5,3 <0,05
Spói 189 5,0 1,4 197 6,6 1=6 0,1 e.m.
Jaðrakan 29 2,3 1,0 12 0,0 - 7,1 <0,01
Oðinshani 7 115 6,8 8 5,0 3=2 0,3 e.m.
Rjúpa 20 0,7 0,5 20 0,7 0,5 0,0 e.m.
Þúfutittlingur 276 16,7 4,9 371 3421 6,9 28,9 <0,001
Skógarþröstrr 4 0,0 2 0,0 0,8 e.m.
Samtals 1276 138,4 7,5 1454 192,4 8,8 10,7 <0,002
Kannað var með aðhvarfsgreiningu hvort fjöldi mófugla breyttist með fjarlægð frá sjó.
Engin tegund sýndi marktækan mun. Nokkrar tegundir (t.d. tjaldur, sandlóa og óðinshani)
sýndu tilhneigingu til þess að vera algengari nær ströndu á meðan aðrar tegundir voru
meira inn til landsins (rjúpa, jaðrakan). Mun meira var af mófuglum á brannu landi (192
pör/km2) en á óbmnnu (138 pör/km2) og var sá munur tölfræðilega marktækur (1. tafla).
Þessi munur stafar fyrst og fremst af því að þéttleiki tveggja algengustu tegunda mófugla
á Mýmm, hrossagauks og þúfutittlings, var marktækt meiri á bmnnu landi en óbrannu
(1. tafla). Þetta gekk þvert á það sem búist hafði verið við. Jaðrakan var hins vegar
marktækt algengari á óbmnnu landi. Ekki var marktækur munur á þéttleika annarra
tegunda. Fáeinir tjaldar sáust á óbmnnu landi, en þeirra varð ekki vart á bmnasvæðum.
Áður en talningar fóm fram var helst reiknað með að þær tegundir sem yfirleitt fela