Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 351
349 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Áhrif Mýraelda á eðlis- og efnaþætti vatns sumarið 2006
Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson,
Haraldur R. Ingvason og Stefán Már Stefánsson
Náttúrufrœðistofu Kópavogs
Inngangur
í kjölfar gróðureldanna miklu sem geisuðu á Mýram 30.03.-01.04. 2006 var
Náttúraffæðistofu Kópavogs falið að rannsaka hugsanleg áhrif eldanna á eðlis- og
efnaþætti í vatni og á vatnalífríki. Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni milli
Náttúrufræðistofnunar íslands, Landbúnaðarháskóla Islands og Náttúrafræðistofunnar
(Borgþór Magnússon o.fl. 2007). Verkefnið er styrkt af umhverfisráðuneytinu. Hér
verður fjallað um niðurstöður mælinga á eðlis- og efnaþáttum fyrsta sumarið eftir
eldana, en ráðgert er að halda mælingum áfram sumrin 2007, 2009 og 2011.
Mýraeldar fóra yfir 75 km2 landsvæði og brannu alls um 68 km2 lands þegar frá eru taldir
þrír óbrynnishólmar og vötn og tjamir innan svæðisins (Borgþór Magnússon o.fl. 2007).
Ekki era til heimildir um meiri gróðurelda hér á landi, hvorki fyrr né síðar. Eldurinn barst
hratt í NNA stinningskalda (13 m/s) um 18 km leið á sex klst. frá vestanverðu Bretavatni
til sjávar. Jörð var auð, þurr og frosin.
Ahrif gróðurelda hafa lítið verið rannsökuð hér á landi og þær fáu rannsóknir sem til
era hafa einkum beinst að skammtímaáhrifum á gróður og jarðvegsdýr (Jámgerður
Grétarsdóttir & Jón Guðmundsson 2007, María Ingimarsdóttir o.fl. 2007). Engin
íslensk rannsókn hefiir farið fram á áhrifum gróðurelda á eðlis- og efnafræði vatna eða
vatnalífríki fyrr en nú.
Þótt jörð og flest vötn hafi verið frosin þegar Mýraeldar brunnu er líklegt að aska og
ýmis efni sem leystust úr læðingi muni fyrr eða síðar berast út i grann- og yfirborðsvatn
og hafa áhrif á vatnsgæði og jafnvel lífríki. Samkvæmt rannsóknum erlendis á áhrifum
gróðurelda á vatnsgæði má m.a. búast við aukinni ákomu næringarefna, jafnt fosfórs sem
köfnunarefnis, auk aukningar á öðram efnum s.s. kalíum og súlfati (McColl & Grigal
1975, Wright 1976, Rask o.fl. 1993, Carignan o.fl. 2000, Scrimgeour o.fl. 2001, Murphy
o.fl. 2006). Einnig má reikna með auknu graggi í vatni vegna ösku, minna rýni, hækkun
á sýrustigi og aukinni basavirkni (Gresswell 1999, Earl & Blinn 2003).
Staðhættir, efniviður og aðferðir
Meginmarkmið með eðlis- og efnafiæðirannsókninni er að varpa ljósi á hugsanleg áhrif
Mýraelda á vatnsgæði, sem aftur geta haft áhrif á vatnalífríki og þ.a.l. á fugla sem lifa
á vatnalífveram. í þessu skyni vora tekin vatnssýni í þrígang sumarið 2006 í þremur
vötnum á brunnu svæði og öðram þremur á óbrannu svæði til viðmiðunar (1. tafla).
Einnig er stuðst við gögn í fóram Náttúrafræðistofimnar sem aflað var síðsumars 1997
í Hólsvatni og Sauravatni í tengslum við yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna (Hilmar
J. Malmquist o.fl. 2000). Gerð er grein fyrir frumniðurstöðum á áhrifum Mýraelda á