Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 356
354 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
þremur mánuðum eftir brunann og hélst yfir sumarið. Hærri rafleiðni og basavirkni má
mjög líklega rekja til styrks helstu katjóna, einkum kalsíum, kalíum og magnesíum,
en styrkur þeirra var nær ávallt meiri í vötnunum á brunna svæðinu en því óbrunna,
enda þótt munurinn væri ekki tölfræðilega marktækur í samanburði einstakra efiia milli
svæða. Aukningu í rafleiðni og basavirkni eftir því sem leið á sumarið samhliða lækkun
á vatnsborði, sem varð í vötnunum jafnt á brunnu sem óbrunnu svæði, má líklegast rekja
til uppgufunar vatns ásamt lítilli úrkomu sem einkenndi svæðið allt sumarið (Veðurstofa
íslands 2007).
Þvert á það sem búast mátti við mældist styrkur helstu næringarsalta, einkum þó fosfats
og köfnunarefnis, í flestum tilfellum meiri í vötnum á óbrunnu svæði en brunnu, sér í lagi
í júní. Skýringin á þessu er vafalítið sú að í júní voru sýni í vötnunum á óbrunna svæðinu
tekin hálfum sólarhring seinna en í vötnunum á brunna svæðinu, en í millitíðinni rauk
vindur upp með NNA stinningskalda og rótaði upp botnseti. Þessara vindáhrifa gætti
glögglega í gruggmagni (2. tafla), sem var sérstaklega mikið í Fúsavatni og Hólsvatni, en
minna í Brókarvatni enda liggur það í kvos milli klettaása í meira skjóli en hin vötnin. I
kjölfar botnróts og aukningar á gruggi má reikna með að efnastyrkur aukist, einkanlega
efna sem eru þung, eins jám, og eða hafa tilhneigingu til að mynda efnasambönd og
setjast fyrir í botnseti, t.d. fosfór.
Styrkur áls og flúors mældist hærri í vötnum á óbmnnu svæði en bmnnu, líkt og gilti um
næringarefnin. Þessar niðurstöður em að vissu marki öfugsnúnar. Þannig er t.d. þekkt
að leysanleiki áls er töluvert háður sýmstigi (Sigurður R. Gíslason 2001), en enginn
marktækur munur var á sýmstigi milli vatna á bmnnu og óbmnnu svæði. Hvað varðar
flúor hefði jafnvel mátt búast við hærri styrk í vötnum á bmnnu svæði vegna ösku á
vatnasviðinu, líkt og þekkt er í tengslum við öskufall og eldgos hér á landi (Guðmundur
Pétursson o.fl. 1984).
Samkvæmt rannsóknum erlendis er afar misjafnt hversu fljótt áhrif gróðurelda koma
fram í vatni og hve lengi þau vara. Þetta ræðst m.a. af því um hvaða efni er að ræða
og tölur í þessu samhengi hlaupa frá nokkmm vikum til margra ára og jafnvel áratuga.
Áhrifin ráðast einnig af gerð og eðli eldsmatar og bmnans, jarð- og vatnafræðilegum
eiginleikum vatnasviðs og, ekki hvað síst, af veðurfarsþáttum í kjölfar bmna og þá sér í
lagi af úrkomu (Gresswell 1999, Scrimgeour o.fl. 2001, Earl & Blinn 2003). í ljósi þess
hve tíðarfar var þurrt á Mýrum lengst af frá lokum eldanna og fram á haust (Veðurstofa
íslands 2007), og að teknu tilliti til lítils vatnsflæðis á svæðinu (Freysteinn Sigurðsson
o.fl. 2006), má búast við, a.m.k. hvað sum efnin varðar, að áhrifa eigi eftir að gæta í
meira mæli síðar þegar efnin hafa náð að skolast úr jarðveginum og seytlað í vötnin.
Hvað útskolun næringarefna áhrærir má e.t.v. ætla að það taki fosfór lengri tíma að berast
út í vötnin en köfhunarefhi, m.a. vegna jarðræns uppmna og flutningsleiða fosfórs og
tilhneigingu fosfatjóna til að loða við jarðvegsagnir (Earl & Blinn 2003). Köfnunarefni
er aftur á móti að miklu leyti loftborið og má reikna með að það hafi í meira mæli en
fosfór rokið með reyk á haf út í NNA strekkingnum sem ríkti á meðan eldamir bmnnu.
Eins og áður segir var jörð ennfremur frosin þegar eldamir geisuðu og því ekki um það
að ræða að efni flæddu milli lofts og vatns og áhrifin á vötnin þ.a.l. minni en ella.
Heimildir