Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 362
360 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Timmer, 2000). Jafnframt hefur grunur beinst að Sphagnum-mómoldinni sem notuð er í
ræktun. Örvemflóra þessarar moldargerðar er afar óhagstæð sveppum og getur hindrað
svepprótamyndun (Vestberg o.fl., 2005).
I þessari grein em reifaðar niðurstöður úr tilraun til að auka svepprótamyndun á birki
í uppeldi. Jafnframt er greint frá fyrstu niðurstöðum af þrifum plantnanna eftir að þær
vom gróðursettar í skóggræðsluland.
Aðferðir
Fjögurra vikna gamlar birkiplöntur, alls 120 talsins, vom settar þrjár saman í 1,5 lítra
potta sem innihéldu annars vegar finnska Sphagnum-mómold (B2; Finnpeat, Kekkila,
Finland) og hins vegar íslenska mómold úr skurðmðningi við Reyki í Ölfusi. Báðar
moldargerðimar vom blandaðar ljósum Hekluvikri (þvermál koma 0,5-0,7sm) að einum
þriðj a. í helming potta af hvorri moldarblöndu vom settir 0,5ml af sveppasmiti (PlantWorks
Ltd., Sittingboume, Englandi) með hverri plöntu. Smitið innihélt þrjár sveppategundir
(Laccaria laccata, Hebeloma velutipes og Paxillus involutus). Plöntumar vom vökvaðar
reglulega með áburðarblöndu sem innihélt öll aðalnæringarefni og flestöll snefilefni.
Áburðarblandan var notuð í tvennskonar styrk; helmingur hverrar samsetningar moldar
og smits fékk háan áburðarstyrk allan ræktunartímann (Nursery Stock Superex (19-10-
24), Kekkila Oyj, Finnlandi 2 g/1; 0,38g/l N, 0,08g/l P og 0,4g/l K), fyrir utan fyrstu tvær
vikumar þegar gefinn var helmingi minni styrkur. Hinar plöntumar fengu mun veikari
Superex-blöndu (0,2g/l) ásamt 0,08g/l af mónókaliumfosfati fyrstu fimm vikumar (0-
52-34; Haifa Chemical Ltd, Israel) til að auka hlut fosfórs. Efhastyrkur blöndunnar
var í upphafi 0,04g/l N, 0,03g/l P og 0,06g/l K en óx síðan smátt og smátt þegar
plöntumar stækkuðu og undir lok ræktunartímans var hann jafn fyrri áburðarliðnum.
Meðferðunum var tilviljunardreift í fimm blokkir á ræktunarborð í tilraunagróðurhúsi
Landbúnaðarháskólans að Reykjum og aldar þar í 12 vikur. I lok uppeldistímans var
hæð og þvermál plantnanna mælt og sýni tekin til að meta magn svepprótar. Plöntumar
vom gróðursettar í tilraun í nokkra ára grassáningu í Árskógum á Landmannaafrétti um
3 km norðan Heklu til að kanna áhrif meðferðanna í gróðrarstöð á þrif þeirra við erfið
vaxtarskilyrði. Við gróðursetningu var hverri plöntu gefin um 0,17g af Blákomi (12-
15-17; Áburðarverksmiðjan, Reykjavík) í hnausinn sem jafngildir 0,02g N, 0,01g P og
0,02g K.
Til að finna áhrif tilraunaliðanna á svepprótamyndun og vöxt platnanna í uppeldi annars
vegar og lifun þeirra og vöxt einu ári eftir gróðursetningu hins vegar var notað einnar-
breytu línulegt-líkan (Univariate General Linear Model; (SPSS, 2004)). Fylgni lifunar
og vaxtarþátta birkiplantna einu ári eftir gróðursemingu og hæðar og þvermáls sömu
plantna og tíðni sveppróta við gróðursetningu var skoðuð með Pearson fylgni (Pearson
correlation; (SPSS, 2004)).
Niðurstöður
Moldargerð, áburðargjöf og smitun með samlífissveppum í gróðrarstöð og samspil
allra þessara tilraunaliða höfðu marktæk áhrif á svepprótamyndun plantnanna (1. tafla).
Megináhrif tilraunaliðanna þriggja og samspil moldar og áburðar réðu einnig hæðarvexti
planmanna í uppeldi (1. tafla). Einungis moldargerð hafði áhrif á þvermál plantnanna við
rótarháls (1. tafla). Plöntur í einni samsetningu tilraunaliða; íslenskri mómold, smitaðri