Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 366
364 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Aflkoma í nautgriparækt og sauðfjárrækt 2004 og 2005;
samanburður sömu búa samkvæmt uppgjöri búreikninga
Ingibjörg Sigurðardóttir og Jónas Bjamason
Hagþjónusta landbúnaðarins
Inngangur
í þessari samantekt er greint frá samanburði á afkomu á sérhæfðum búum í nautgripa-
og sauðíjárrækt árin 2004 og 2005 samkvæmt uppgjöri búreikninga. Sérhæfð bú, eru
skilgeind þau bú sem hafa að lágmarki 70% af reglulegum tekjum sínum af nautgripa-
eða sauðljárrækt samkvæmt uppgjöri búreikninga. Alls er um að ræða 131 kúabú og 50
sauðljárbú úr öllum landshlutum. Bústærð er að meðaltali 35 kýr á kúabúum og 319,1
vetrarfóðruð kind á sauðljárbúum.
Sérhæfð kúabú; samanburður sömu búa
í töflu 1 eru helstu upplýsingar um þau 131 sérhæfðu kúabú sem komu til uppgjörs árin
2004 og 2005. Þar má sjá að magn innveginnar mjólkur í afurðastöð jókst um 4,2% milli
áranna, og var tæplega 160 þúsund lítrar 2004 en 166 þúsund lítrar 2005. Greiðslumark
jókst á sama tíma um 13,3%. Þessi bú framleiddu og lögðu inn um 20% allrar innveginnar
mjókur á landinu árin 2004 og 2005.
Tafla 1. Upplýsingar um kúabú 2004 og 2005; samanburður sömu búa
2004 2005 Misinunur, %
Fjöldi reikninga 131 131 -
Fjöldi mjólkurkúa 34,6 35,4 2,3
Innvegnir mjólkurlítrar 159.546 166200 4,2
Innvegið kindakjöt, kg 882 978 10,9
Fjöldi lamba til nvlja 55,4 59,1 6,7
Stærð túna. ha 47,5 49,0 3,2
Bústœrð í ærgildum 919,4 1.033,2 12,4
Þ.a. greiðslumark i mjólk 871,1 987,3 133
Þ.a. fjöldi vetrarfóðraða kinda 483 45,9 -5,0
í rekstraryfirliti (tafla 2) kemur fram að heildartekjur á bú námu að meðaltali tæpum 17
milljónum króna árið 2005 sem er 9,2% aukning frá árinu 2004. Heildartekjur skiptast
í tekjur af nautgripum, aðrar búgreinatekjur (þ.e. af sauðfé, hrossum og heysölu 2004 =
81%; 2005 = 89%), aðrar tekjur og tekjur af 0-búgreinum (þ.e. búgreinar með sjálfstæðan
efnahags- og rekstrarreikning (til dæmis vélarekstur, vörubílaakstur og fólksflutningar).
Kostnaðarliðir rekstrar aukast mismikið á milli ára en mestu aukninguna má sjá á
fjármagnsliðum, eða 23,9%. Af þessu leiðir að hagnaður búanna lækkar örlítið milli
áranna, eða um 0,6%. Launagreiðslugeta lækkar um 2,4% milli ára en vergar þáttatekjur
aukast um 8,4% á sama tímabili.