Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 375
373 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
gróðurhúsalofttegunda úr og í jarðvegi. Er það einn liður í þeirri skýrslugerð sem að
íslandi ber að skila inn gagnvart rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um vemdun
loftlags (IPCC 2003). Vatnshagur jarðvegs heíur afgerandi áhrif á myndun og losun
gróðurhúsalofttegunda og því em gögn þar að lútandi í mörgum tilvikum forsenda þess
að hægt sé að framkvæma matið.
Niðurstöður rannsókna á undanförnum áratug hafa sýnt fram á að framræsla hefur
afgerandi áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda (Hlynur Óskarsson 1998b, Jón
Guðmundsson og Hlynur Óskarsson 2005). Losun C02 eykst mikið við framræsluna og
er meiri en talið hefur verið til þessa (Jón Guðmundsson og Hlynur Óskarsson 2005). Til
að unnt sé færa þessar staðbundnu rannsóknamiðurstöður yfir á landið í heild, þarf að
afla upplýsinga um flatarmál framræsts lands.
Upplýsingar um umfang og áhrif framræslu hafa einnig verulegt gildi gagnvart allri
vinnu við vemdun votlendis. ísland er aðili að ýmsum alþjóðlegum samningum sem fela
í sér skyldur varðandi vemdun votlendis (Jón Gunnar Ottósson 1998). Til að mynda þarf
að rannsaka hversu víðfeðm votlendi voru fyrir tíma framræslu og hversu mikið er enn
eftir af óröskuðum votlendum.
Aðferðir
Hjá Landbúnaðarháskóla Islands em til gögn þar sem yfirborð lands er flokkað í 11
flokka. Flokkamir em: ræktað land, graslendi, ríkt mólendi, rýrt mólendi, kjarr- og
skóglendi, land vaxið mosa, lítt gróið land, hálfgróið land, votlendi og hálfdeigjur
(hér kallað deiglendi), auk vatna. Flokkunin var fengin með því að flokka Landsat
5 gervitunglamynd með fjarkönnunaraðferðum (Sigmar Metúsalemsson og Einar
Grétarsson 2003).
Þar sem að í þessari rannsókn er verið að leita eftir því að greina áhrifasvæði
framræsluskurða var yfirborðsflokkunin einfölduð. í fyrsta lagi var allt land sem
flokkaðist sem kjarrlendi, mosa vaxið land, lítt gróið- og hálfgróið land undanskilið.
Astæða þess er sú að land sem flokkast í þessa flokka er fyrst og fremst á hraunum,
holtum og hæðum og hefur því yfirleitt ekki verið blautt. Yfirborðsflokkunin var enn
fremur einfölduð með því að sameina aðra þurrlendisflokka, þ.e. ræktað land, graslendi
og mólendisflokkana báða. Eftir standa þá 3 flokkar, auk vatns, þ.e. votlendi, deiglendi
og þurrlendi.
Við söfnun gróðurfarsupplýsinga á vettvangi áður en fjarkönnunargreiningin fór fram og
við úttekt á yfirborðsflokkuninni eftir fjarkönnunargreininguna, var fyrst og fremst litið
til vatnsstöðu þegar verið var að greina á milli votlendis og deiglendis. Vatnsstaðan var
einnig megin greiningarþátturinn þegar deiglendi var greint frá öðrum gróðurlendum,
s.s. ríku mólendi og graslendi. Ef vafi lék á því í hvaða flokk svæði færi var horft til
gróðursamsetningar. Slík vafaatriði komu helst til álita ef úrkomumagn hafði verið
annað hvort mjög lítið eða mikið dagana eða vikumar á undan. í sumum votlendum
er það vafamál, hvort tiltekið svæði sé tjöm eða hluti votlendisins. Ákveðið var að það
myndi ákvarðast af endurvarpi svæðisins og fjarkönnunargreiningin látin ráða.
Skurðir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum voru teiknaðir inn í tölvu eftir Spot 5