Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 377
375 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á hegðun vatns í jarðvegi mómýra (sjá t.d
Bradof 1992).
Rétt er að minna á að hlutur vot- og deiglendis á svæðinu er vanmetinn í flokkuninni.
Það vanmat á þó við um allt svæðið og því ólíklegt að Niðurstöður greiningarinnar
breytist þó að hlutur vot- og deiglendis hækki heilt yfir á svæðinu. En brýnt er að kanna
það svo öruggt sé. í rannsókn Hlyns Óskarssonar (1998a) var flatarmál upprunalegs
votlendis metið út frá gömlum landakortum og svarthvítum loftmyndum. Reyndist
það vera 704 ferkílómetrar. Hlynur telur jafnfram að af þessum 704 km2 séu í dag um
376 km2 framræstir að fullu, en 328 km2 enn votlendi (með ýmist breytta eða óbreytta
vatnsstöðu). Samkvæmt Nytjalandsflokkuninni er samtala vot- og deiglendis á svæðinu
286 km2 og ber það þokkalega saman við niðurstöður Hlyns en bendir þó í þá átt að um
eitthvað vanmat sé að ræða, eins og fyrr segir.
.
-2 J0’®
= 8.0 ■ % 60 ■ S 4,0 ■ 2,0 ■
r | 0-15 Fjarlargð frá skurði(metrar) 271-285
20,0
^ 18,0 £L 16,0
4 ,4'° = 12,0
10,0 2 8,0
í nnn ”ln n
=; n
iii iii
o o Cn f* a ® i 5 S i n Fjarlæg ð frá skurði (metrar)
3. mynd. Hlutfall votlendis í vaxandi fjarlægð 4. mynd. Hlutfall deiglendis í vaxandi
frá skurðum. fjarlægð frá skurðum
Þessar fyrstu niðurstöður benda til þess að sú aðferð sem hér er kynnt gagnist við að
meta áhrif framræslu til lækkunar vatnsstöðu í jarðvegi votlendissvæða. Þessi aðferð við
að meta áhrif framræsluskurða með fjarkönnunaraðferðum hefur einnig þann ótvíræða
kost, að þar með er komið í veg fyrir hlutlægt mat sem alltaf er fyrir hendi séu áhrifin
metin með sjónmati á vettvangi. Verður því unnið frekar að þróun aðferðarinnar með það
í huga að meta ástand votlendis á landsvísu.
Heimildir
Belleau P., Plamonkon A.P., LaGace R. og Pepin S., 1992. Hydrodynamics of a drained black spruce stand.
Canadian Joumal of Forest Research 22(8): 1063-1070.
Bradof, K.L., 1992. Impact of ditching and road constmction on Red Lake Peatland. í: The pattemed peat-
lands of Minnesota, Wright H.E., Coffin B.A. og Aaseng N.E. ritstjórar. University of Minnesota Press.
173-186.
Dzektser, E., 1962. Experiment in draining a bog by widely spaced deep canals. Gidrotekhnika i Meliorat-
siya 3: 23-28.
Hlynur Óskarsson, 1998a. Framræsla votlendis á Vesturlandi. í: íslensk votlendi, vemdun og nýting. Rit-
stjóri Jón S. Ólafsson. Háskólaútgáfan. 212-130.