Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 379
377 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og
tegundir gerla í innleggsmjólk
Jóhanna Skúladóttir Ólafs1 og Grétar Hrafn Harðarson2
1Dýralæknastofu í Mosfellsbæ, 2Landbúnaðarháskóla Islands
Útdráttur
Sýni af innleggsmjólk 24 kúabúa voru rannsökuð þrisvar á 4 mánaða tímabili veturinn
2005-2006, m.t.t. heildargerlafjölda, hitaþolinna- og kuldakærra gerla, kólígerla,
streptokokka og stafýlokokka. Valin voru kúabú með mismunandi mjaltatækni í þeim
tilgangi að rannsaka hvort mjaltaþjónar, sem hefur íjölgað mjög ört undanfarið, hefðu
áhrif á gerlatölu innleggsmjólkur. Einnig voru spenasýni rannsökuð til að endurspegla
júgurheilbrigði. Kýmar og fjósin vom metin m.t.t. hreinlætis samkvæmt gátlista.
Niðurstöður sýndu að bú þar sem kýr vom skítugar á læmm og síðum, höfðu hærri
heildargerlatölu og einnig fleiri kólígerla og streptokokka (p<0.05) í innleggsmjólk.
Meira fannst af stafýlokokkum í innleggsmjólk á þeim búum þar sem hreinlæti var
metið lélegt (p<0.05). Einnig fannst að bú með mjaltagryfjur höfðu færri stafýlokokka
og streptokokka í innleggsmjólk en bú með mjaltaþjóna (p<0.05). Að lokum fannst
samhengi milli hitaþolinna gerla í innleggsmjólk og vægra júgurbólgugerla sem
ræktuðust í spenasýnunum.
Inngangur
Þegar talað er um heildargerlafjölda í innleggsmjólk, er átt við alla þá gerla sem em
loftháðir og em í mjólkinni þegar hún er sótt úr mjólkurtankinum á sjálfu kúabúinu
(Jayarao et al., 2004). Rannsóknir hafa sýnt fram á, að þegar heildargerlafjöldi á
kúabúi er hár, fylgja því oftast breytingar innan einstakra gerlahópa. I langflestum
tilvikum er samhengi milli hækkandi heildargerlafjölda og lélegs hreinlætis á kúabúum
(Chambers, 2002). Umhverfisgerlar sem greinast í innleggsmjólk við ræktun, hafa
þrenns konar uppmna: Frá júgurbólgu, frá yfirborði óhreinna spena og júgurs og einnig
frá mjaltavélum og mjólkurtönkum (Blowey et al., 1997; Bramley & Mckinnon, 1990;
Murphy, 1997; Roberson & Bailey, 1999). Það em þó fleiri þættir sem geta spilað inn
í, þ.e hreinlæti legubása og mjólkurbása, hreinsun á mjaltabúnaði, hreinlæti við mjaltir,
hitastig á mjólkinni í tankinum sem og tíminn sem mjólkin er geymd í tankinum (Murphy
& Boor, 2000). Þeir gerlahópar sem vom skoðaðir í þessu verkefni em júgurbólgugerlar,
kuldakærir gerlar, hitaþolnir gerlar og kólígerlar. Algengustu kuldakæm gerlamir
í innleggsmjólk eru Psedumonas tegundir og þessi tegund fjölgar sér hraðast við 0
til 7°C innan þessa gerlahóps (Cousin, 1982; Rowe et al., 2001). Kuldakærir gerlar
mynda einnig ákveðin utanffumu ensím sem sprengja fituna og geta einnig brotið niður
prótein, sem jafnframt er skilyrði fyrir hraðri fjölgun þeirra við lágt hitastig (Rowe et
al., 2001). Sum ensímanna eru hitaþolin og geta lifað af gerilsneyðinguna. Rannsóknir
hafa sýnt að eftir því sem að mjólkin er geymd lengur í mjólkurtankinum við 4°C, fara
þessi ensím að aukast verulega í magni sérstaklega eftir tveggja daga geymslu (Rowe et
al., 2001). Séu þessi ensím enn þá til staðar í mjólkinni eftir gerilsneyðingu getur það
leitt til eyðileggingar á mjólkinni ef hún er geymd við > 5°C í ísskáp. Hitaþolnir gerlar
nefnast þeir gerlar sem þola hita að 62,8°C +/- 0,5°C í 30 mínútur (Chambers, 2002;