Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 380
378 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Oliver et al., 2004). Þeir geta því lifað af fyrsta skrefið í gerilsneyðingu sem er 63°C í
hálftíma. í innleggsmjólk eru Bacillus tegundir algengustu hitaþolnu gerlamir og koma
þeir þá aðallega frá spenahúð sem hefiir óhreinkast í bás eða frá undirburði. (Bramley
& McKinnon, 1990). Til kólígerla tilheyra: Escherichia coli, Klebsiella tegundir og
Enterobacter tegundir (Davidson et al., 2004; Jayarao & Wang, 1999). Þegar og ef
kóligerlar greinast í innleggsmjólk, má rekja uppmna þeirra til skítugra kúa, óviðunandi
júgurþvotta eða spenahylkja sem hafa komist í snertingu við kúamykju. Þessi hópur
gerla drepst við gerilsneyðingu, þar sem þeir geta ekki lifað við hitastig yfir 46°C (Hayes
el al., 2001). Það em þó skiptar skoðanir hjá greinarhöfundum hvað valdi því að há gildi
af kóligerlum ræktist í innleggsmjólk.
Famsworth (1993) fullyrðir, að kólígerlar sem ræktast frá innleggsmjólk séu tilkomnir
vegna þess að spenar og júgur séu illa þrifin fyrir mjaltir. En Chambers (2002) segir aftur
á móti að þó það sé mikið af kólígerlum í legubásum hjá kúnum, verði sá fjöldi sem
ræktist eingöngu frá spenahúð ekki hærri en 100 cfu (coloni forming units)/ml mjólk.
Það er mikilvægt að huga að því hve mikið af kólígerlum ræktast í innleggsmjólk, þar
sem tilvera þeirra gefur glöggt til kynna að hreinlæti í básum og við mjaltir sé ábótavant,
og samhliða sú áhætta að sjúkdómsvaldandi gerlar geta borist með kólígerlum í
innleggsmjólkina. Kólígerlar geta líka fjölgað sér mjög hratt í mjólkurtankinum miðað
við aðra gerla (Murphy & Boor, 2000). Ef smitandi júgurbólgugerlar, Staphylococcus
aureus og/eða Streptococcus agalactiae, finnast í innleggsmjólk, gefa þeir til kynna að
júgurbólgusé að finna ákúabúinu(Biggs, 2003; Gonzales etal., 1986; Hayes etal., 2001).
Það er þó oft tilfellið að smitandi júgurbólgugerlar greinist ekki í innleggsmjólkursýnum
en ástæður fyrir því geta verið nokkrar, t.d dulin júgurbólga í dvala, útþynningaráhrif
á mjólkinni í tankinum og ekki nægilega góðar greiningaraðferðir (Godkin og Leslie,
1993).
Umhverfisjúgurbólgugerilinn Streptococcus uberis finnst víða í fjósum og minnir enn
og aftur á mikilvægi hreinlætis við mjaltir (Hayes et al., 2001). Þegar umhverfisjúgurból
gugerlar greinast í innleggsmjólk, geta þeir gefið góða mynd af því hvemig ástatt er með
hreinlæti á kúabúinu. Það er sýnt fram á að tilvist þeirra í innleggsmjólk er óháð tíðni á
júgurbólgutilfellum (Godkin & Leslie, 1993).
Efniviður og aðferðir
Valin vom 24 kúabú með mismunandi mjaltatækni. Öll kúabúin em í Ames- og
Rangárvallasýslu. Það voru níu bú með mjaltagryfjum, átta með mjaltaþjóna og sjö með
hefðbundin rörmjaltakerfi. I verkefninu var innleggsmjólkin rannsökuð með tilliti til
heildargerlafjölda, ákveðinna gerlahópa, hreinleiki kúnna var skoðaður sem og hreinlæti
á búunum sjálfum. Einnig vom tekin mjólkursýni úr kúm með háa frumutölu, til að fá
vísbendingu um júgurheilbrigði á búunum. Sýni af innleggsmjólk vom tekin þrisvar
sinnum frá öllumþessumbæjum, þ.e í 49. viku2005, og 1. og 12. viku2006. 150ml sýni
vom tekin úr hverjum mjólkurtanki og þau fryst við -50°C eftir komuna á Mjólkurbú
Flóamanna á Selfossi. Sýnin voru síðan send fryst til Konunglega landbúnaðar- og
dýralæknaháskólans (KVL) í Kaupmannahöfn og rannsökuð þar. Öll kúabúin vom
heimsótt í mars eða apríl 2006 og vora þá tekin spenasýni úr þeim mjólkurkúm sem
greinst höfðu með fmmutölu > 200.000 frumur/ml mjólk í sama mánuði en þó var
aðeins tekið spenasýni ef mjólkin fór í tankinn. Einnig vom tekin spenasýni frá 5 % af