Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 381
379 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
þeim kúm sem voru ekki með of háa frumutölu og var tilviljun látin ráða vali þeirra.
Spenasýnin voru síðan greind og rannsökuð á Rannsóknarstofú mjólkuriðnaðarins
(RMI). í heimsókninni á kúabúin var hreinlæti kúnna, læri-síða, leggir og júgur einnig
metið á einkunnaskala 1 - 4, þar sem einkunn 3 og 4 gaf til kynna að þessi svæði á
kúnum væru skítug eða mjög skítug, þetta kerfi er uppbyggt af Cook (2002) og var
stuðst við hans kerfi. Ýmsirþættir í umhverfi (básar, flórar, fóðurgangar, veggir, gluggar)
voru líka skoðaðir og gefnar einkunnir eftir hreinleika. Einnig var gefin einkunn fyrir
heildarhreinlæti á búunum.
Við greiningu á innleggsmjólkinni var stuðst við rannsóknaraðferðir sem lýst er af Oliver
et al., (2004) og Frank & Yousef, (2004). Heildargerlaijöldi var fundinn með því að setja
0,1 ml af mjólk á Luria Bertani (LA) agar, ræktað við 37°C i 48 tíma. Við greiningu á
hitaþolnum gerlum var 10 ml af innleggsmjólk hitað upp í 62,8°C i 30 mínútur og 0,1
ml mjólk settur á LA-agar. Ræktað við 37°C í 48 tíma. Við greiningu á kuldakærum
gerlum var 0,1 ml af mjólk settur á LA-agar og ræktað við 5°C í 10 daga. Við greiningu
á kólígerlum var 0,1 ml af mjólk settur á MacConkey agar. Ræktað við 37°C í 48 tíma.
Við greiningu á Staphylococcus tegundum var 0,1 ml af mjólk settur á Vogel-Johnson
agar. Við greiningu á Streptococcus tegundum var 0,1 ml af mjólk settur á Edwards agar.
Öll ræktun var tvítekin og niðurstöður lesnar af plötum sem höfðu 25 - 250 kólóníur.
Niðurstöður eru uppgefnar sem cfu/ml mjólk, þ.e meðaltal frá hverri sáningu. Við
tegundagreiningu á gerlunum úr innleggsmjólkinni var notuð almenn gerlagreining sem
og API 20 STREP (bioMérieuex, Inc.) og „polymerasi chain reaction" (PCR).
Tölfræði
Öll gögnin voru greind í tölfræðikerfi sem nefnist R-kerfi ('http://www.r-proiect.org/L
Skoðað var hvort mjaltatæknin sem og lausaganga samanborið við bása hefði marktæk
áhrif á heildargerlafjölda, hitaþolna gerla, kuldakæra gerla, kólí- og júgurbólgugerla
(2 hópar). Við þessa greiningu var notað „Tukey's Honest Significant Difference
method“. Til að athuga hvort júgurheilbrigði hefði marktæk áhrif á heildargerlafjölda og
fyrmefnda gerlahópa, var þeim gerlum sem greindust frá spenasýnunum í mars og apríl,
deilt upp í skæða gerla og væga gerla. Þessar niðurstöður voru síðan bomar saman við
niðurstöður frá innleggsmjólkinni í sama mánuði. Einnig var almennt hreinlæti fjósanna
notað í greininguna og athugað var hvort það væri samhengi milli lélegs hreinlætis og
heildargerlafjölda sem og hinna fimm fyrmefndu gerlahópa. Að lokum var rannsakað
hvort það væri samhengi milli heildargerlafjölda og frumutölu. Frumutalan fékkst
uppgefin fyrir hvert kúabú hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi fyrir sömu vikuna og
innleggsmjólkin var tekin. Þetta samhengi var skoðað þrisvar sinnum þ.e í desember,
janúar og í mars. Við ofannefndar greiningar var notað „Kendall's test of indipendence“
í R-kerfinu.
Niðurstöður
Á myndum nr. 1-3 er að finna meðaltöl heildargerlafjölda og hinna fimm gerlahópa
sem rannsakaðir vom í verkefninu. Niðurstöður em sýndar sem meðaltöl frá
innleggsmjólkursýnunum þremur sem tekin voru í desember, janúar og mars á hverju
búi fyrir sig. Niðurstöður em gefnar upp sem cfu/ml mjólk og fyrir ofan einstaka súlu
stendur nákvæm tala þar sem erfitt getur verið að lesa hana af y-ásnum.