Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 386
384 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Áhrif brennisteins- og fosfóráburðar á vöxt alaskalúpínu
og bindingu kolefnis í jarðvegi
Hólmgeir Björnsson
Landbiinaðarháskóla Islands, Keldnaholti
Inngangur
Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er mikilvæg landgræðsluplanta og hafa töluverðar
rannsóknir verið gerðar á henni (Fjölrit Rala nr. 187 og 207, Borgþór Magnússon o.fl.
2003). Einnig hafa verið gerðar athuganir með tilliti til hagnýtingar hennar í iðnaði
(Hólmgeir Bjömsson og Sigríður Dalmannsdóttir 2003, Hólmgeir Bjömsson o.fl. 2004).
Lúpínu er einkum sáð til landgræðslu í sendinn jarðveg á foksvæðum. A slíku landi
er áburðarþörf að jafnaði mikil. Á grunnum, sendnum jarðvegi hefur fundist mikill
brennisteinsskortur (Áslaug Helgadóttir o.fl. 1977). Almennt er ekki gert ráð fyrir að bera
á lúpínu, enda er hún talin duglegri við að ná fosfór úr jarðvegi en flestar nytjaplöntur,
og sjálf vinnur hún nitur úr loftinu. Meðal markmiða í landgræðslu er söfnun kolefnis í
jarðveg sem þáttur í viðleitni til að draga úr aukningu gróðurhúsaáhrifa. Við það eykst
lífrænt efni í jarðvegi. í það safnast einnig önnur efni, m.a. nitur, brennistein og fosfór,
og má miða við hlutföll C/N/S=l 25/10/1,2 (Mengel & Kirkby 2001).
Lýsing tilraunar
Vorið 1999 voru lúpínuplöntur aldar upp i gróðurhúsi og gróðursettar í örfoka land á
Geitasandi í tilraun með 8 liðum á 4 samreitum, alls 32 tilraunareiti. Áburðarliðir vom
tveir frá upphafi og þremur bætt við vorið 2003. Var tilraunin fyrst slegin þá um haustið.
Tveimur liðum var bætt við vorið 2004, en áttundi liðurinn er án áburðar. Borið var
á 13.-18. maí. Áburðarmeðferð kemur fram í 1. töflu með uppskerutölum. Árið 2005
var aðeins borið á tvær endurtekningar til jaðranna, en þær á milli hvíldar og ekki
slegnar. Uppskeratölur birtust í árlegum tilraunaskýrslum. Fyrstu niðurstöður vora
sýndar á veggspjaldi á ráðstefnu Líffræðifélagsins 2004 (Hólmgeir Bjömsson 2004). I
undirbúningi er fræðileg grein á ensku, en hér birtast helstu niðurstöður, m.a. nokkrar
sem ekki er gert ráð íyrir að fái rúm í umræddri grein.
Jarðvegssýni
Vorið 2004 vora tekinjarðvegssýni í 0-10 sm í tveimur endurtekningum (syðstu og nyrstu)
úr reitum sem voru annars vegar án áburðar fram að þeim tíma (f-h), til að fá mælingu á
efnasamsetningu jarðvegs áður en borið er á, og hins vegar e-lið sem fékk alhliða áburð
árið áður. Tekin vora tvö sýni á hvoram stað, annars vegar mitt á milli lúpínuplantna og
hins vegar við þær, alls 4 sýni. Þann 6. nóvember 2006 vora sýni tekin með svipuðum
hætti úr 5 liðum (a, b, d, e, h) í öllum endurtekningum, þ.e. milli lúpínuplantna og við þær,
og í c-lið aðeins milli plantna. í tveimur syðstu endurtekningunum vora einnig tekin sýni
úr 10-20 sm í e- og h-lið, þó aðeins milli plantna í e-lið, 6 sýni. Teknar vora 6 stungur
með opnum bor, nema 8 stungur þar sem einnig vora tekin sýni í meiri dýpt. Einnig