Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Qupperneq 391
389 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Kolefni og nitur í jarðvegi
C og N voru mæld í jarðvegssýnum úr 0-10 sm í liðum a, b, d og e bæði við plöntur og
á milli, og í h aðeins á milli. Enn fremur í þeim sýnum sem voru tekin úr 10-20 sm og af
áfoki. í þremur sýnum mældist óeðlilega lágt hlutfall C/N og er þeim sleppt úr að sinni.
110-20 sm fannst ekki munur eftir meðferð eða legu og voru meðaltöl N% 0,020±0,0016,
C% 0,32±0,021 og C/N 16,6±0,35. í 6. töflu eru meðaltöl mælinga í 0-10 sm. Gefin er
staðalskekkja mismunar meðtala á sýnum í sömu legu (milli plantna eða við), fyrir
samanburð innan liða við mismunandi legu og fyrir samanburð á meðaltali fjögurra liða
við og milli plantna. Skekkjan er alls staðar miðuð við fjóra samreiti. Staðalfrávik var
reiknað án þess að gera ráð fyrir endurtekningum í fervikagreiningunni.
Mun minna lífrænt efni er í áfokinu en í jarðvegi, en C/N er svipað. Meðaltöl mælinga
á C%, N% og C/N milli plantna eru nokkuð breytileg, P-gildi fyrir mismun liða eru
á bilinu 0,05-0,08. Helst mætti búast við aukningu á lífrænu efni milli plantna í b-lið
þar sem gras er mest eða e-lið þar sem uppskera var mest og eru helst merki um það
síðamefnda þótt lítil séu. Áður var komið fram að einhver munur virðist á jarðvegi eftir
því hvenær farið var að bera á þótt erfitt sé að skýra það.
6. tafla. Niðurstöður mælinga á C og N í loftþurrum jarðvegi í 0-10 sm og hlutfall C/
N.
I a b d e I h S=xi SxfT.Í Liðir a-e
áfoki p P(+N) PK PKS l Ensim sömu legu samalið Mt. ^ÍTÍT.
C®<> Millipl. 0.17 0,42 0,50 0,43; 0.55-' 0,40 0.051 0.46
\'ið pl. 0,6S; 0,72 0,74 1,10 0,19 0,14 0,S2 0,069
N°/o Milli pl. 0.011 0,027 0,031 0,030 0.036 0,027 0,0031 0,031
Við pl. 0,045 0,04S 0,053 0,076 <5,012 o,oos? 0,056 0,0043
CA' Millipl. 15.3 15.S 16,1 14,5 15,3 14,5 0,61 15,3
Við pl. 15,0 14, S 13,7 14,6 1,03 p co cyi 14,5 0,42
A ábomum reitum er meira af lífrænu efni, C og N, við plöntur en milli þeirra. Það var
ekki mælt í sýnum sem vom tekin við plöntur í óábomum reitum, en ráðgert er að bæta
við þeim mælingum. Einnig er vísbending um að C/N sé lægra. Lífrænt efni safnast
einkum nálægt yfirborði. Við sýnatöku mátti sjá mold sem var orðin svört af lífrænu efni
við gróskumiklar plöntur. Staðalfrávik á C% við plöntur er 0,27% og hæsta gildið í e-reit
er 1,57.
í fjórum sýnum, sem tekin vom og mæld 2004, var C 0,35%, N 0,034% og C/N 10,2.
Ekki var munur eftir því hvort sýni vom tekin við lúpínu eða mitt á milli, eða hvort
borið hafði verið á árið á undan. Hlutfallið C/N breytist mjög hægt í jarðvegi og því
benda niðurstöður til að mælingar hafi ekki verið réttar í annað hvort skiptið. Jámgerður
Grétarsdóttir (2002) fann C/N á bilinu 13,3-14,9 á ógrónum svæóum, endurtekin sýni
tekin á fjórum stöðum. Á landgræðslusvæðum var hlutfallið lægra og fór frekar Iækkandi
með aldri landgræðslu. Samanburður við niðurstöður Jámgerðar gefur vísbendingu um
að niðurstöður frá 2006 séu réttari.
Umræða
Helsta niðurstaða tilraunarinnar er að með brennisteinsáburði eykst uppskera alaskalúpínu
og jafnframt þol hennar gegn slætti ef slegið er síðsumars svo að hana er hægt að nytja