Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 392
390 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
árum saman. Skortseinkenni, sem flýta því að lúpínan visni, geta orðið mjög áberandi
og líklegt má telja að brennisteinsskortur sé meðal ástæðna þess að landnám lúpínu
hefur gengið mjög hægt á Geitasandi og að sums staðar verða lúpínubreiður aldrei
þéttar. Fosfóráburður styrkir einnig vöxt lúpínu en hefur ekki eins afgerandi áhrif og
brennisteinn og getur auk þess styrkt annan gróður í samkeppni við lúpínu. Hlutfallið N/
S er e.t.v. besti mælikvarðinn á brennisteinsskort. Gildi, sem eru mikið >20 eru ótvírætt
merki um skort. Erfiðara er að álykta ef N/S er um 20. Ef sýnið er tekið um miðjan júlí
er líklegt að um brennisteinsskort sé að ræða, en hafa ber í huga óvissu í sýnitöku og
mælingum. Hér var staðalfrávikið s=0,8.
Brennisteinn berst einkum sem súlfat með úrkomu í jarðveg. Meiri hlutinn fellur að
vetrinum og mikið rennur burt, einkum með leysingarvatni úr snjó þar sem súlfatið situr
á yfirborði ískristallanna (Sigurður Reynir Gíslason 1993). I mælingum Veðurstofunnar
á írafossi 1980-2004 var ákoma brennisteins að meðaltali (spönn í sviga) 9,8 (6,1-14,5)
kg/ha á ári, þar af 1,4 (0,5-3,7) kg/ha í maí-júlí þegar plöntumar taka einkum upp
næringarefni (Jóhanna Margrét Thorlacius, persónuleg heimild 2007). I fyrri mælingum,
sem vora gerðar á öðram stöðum, var ákoman heldur minni, 6,9 kg S/ha á ári (Aslaug
Helgadóttir o.fl. 1977). Lélegur vöxtur gróðurs á Geitasandi sum ár hefur oft verið
tengdur þurrki, enda grunnt á móhellu, en lítilli úrkomu fylgir einmitt minni ákoma
af brennisteini. Lágmarkið í maí-júlí var 2003. Þá var skortur á brennisteini mjög
áberandi á Geitasandi, en skortur var einnig áberandi t.d. 2001 og þá komu 2,2 kg S /ha
á írafossi.
Súlfat, sem sígur með vatni niður í jarðveginn, binst einkum við líffænt efni, en einnig
við jám- og áloxíð (sesquioxíð). Þannig bundið er það nýtanlegt gróðri. Sumt af því
sem er bundið við jám- og áloxíð er þó of fast bundið til að gróður geti nýtt sér það
þótt súlfat sé ekki eins fast bundið og fosfat. Plöntumar geta því einkum nýtt sér það
súlfat sem lífrænt efni í jarðvegi grípur (Mengel & Kirkby 2001). Hæfileiki jarðvegs
til að miðla súlfati úr úrkomu til gróðurs vex því eftir því sem lífrænt efni safhast í
hann. Brennisteinn losnar einnig við umsetningu lífræns efnis í jarðvegi og kemur inn í
lífkerfið. Á ýmsu veltur hvort verður meira, losun eða binding. Gróður getur einnig tekið
upp súlfat úr menguðu andrúmslofti.
Þegar kolefni í jarðvegi er 0,4% af þunga og rúmþyngd er 1,35 g/sm3 era 5,41 C/ha niður
á 10 sm dýpt, og nitur er 360 kg/ha ef C/N=15. Þegar kolefni eykst í 1% safnast 8,1 t/ha
í jarðveginn og af nitri safnast >1620 kg/ha því að hlutfallið C/N hækkar. Alaskalúpína
er líkleg til að stuðla að meiri söfnun kolefnis í jarðveg en annar gróður vegna þess að
hún getur séð fyrir því nitri, sem þarf til að kolefnið geti safnast, með niturbindingu. Til
þess að svo geti orðið þarf þó einnig önnur næringarefni, einkum fosfór og brennistein,
en þau safnast einnig í lífrænt efni. Sé markmið landgræðslu meðal annars að stuðla að
söfnun kolefnis næst það mun fyrr með brennisteins- og fosfóráburði, en þó er líklegt
að brennisteinsþörfin geti farið minnkandi vegna þess að lúpínan varðveiti næringarefni
milli ára þótt brennisteinn safnist einnig með kolefni í jarðveg (C/S ~ 100) og að hæfni
jarðvegs til að ná því súlfati, sem berst, aukist þegar lífrænt efni í jarðvegi eykst.
Töku sýna var hagað með tilliti til þess að áhrif áburðar kæmu sem skýrast fram og
niðurstöðurnar gefa ekki færi á að meta hve mikið kolefni hefur safnast. Kolefnið verður
mjög misdreift og vandasamt er að taka sýni svo að áreiðanleg mæling fáist á söfiiun
kolefnis.