Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 396
394 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Áhrif P- og K- áburðar á reitum sem fengu
mismikinn áburð í 55 ár
Hólmgeir Björnsson, Guðni Þoi'valdsson og Þorsteinn Guðmundsson
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
Tilbúinn áburður er ein af undirstöðum landbúnaðar sem í senn þarf að vera hagkvæmur
og fullnægja þörfum markaðarins. Áburðarkaup eru stór rekstrarliður og óheppileg
notkun áburðar getur spillt umhverti. í sjálfbærum búskap er ekki gengið á gæði þeirrar
verðmætu auðlindar sem ræktunarjörð er. í langtímatilraunum með áburð á tún hefur
árlegur áburður verið óbreyttur í áratugi. Þar hafa safnast ómetanlegar upplýsingar
og einstök aðstaða skapast til rannsókna á áhrifum áburðar á jarðveg. Tækifæri eru til
að rannsaka áburðarþörf eftir að ýmist hefur gengið á áburðarefnin eða þau safnast í
jarðveginn. Erfiðlega hefur gengið að fá stuðning við rannsóknir á langtímatilraunum,
en nú er unnið að rannsóknum á tilraunum á Sámsstöðum og á þessu ári verður tekið til
við tilraunir á Akureyri.
Leiðbeiningar um notkun áburðar styðjast við efnagreiningar á jarðvegi og heyi, en telja
verður grunn þeirra ótraustan. Borið hefur verið á mestallt ræktað landi í áratugi og sumt
hefur verið unnið hvað eftir annað. Skilyrðin eru því önnur en þegar tilraunir voru gerðar
upp úr miðri 20. öld. í tilraunum með vaxandi P- og K-áburð á Sámsstöðum frá 1950
til 2004 eru reitir, sem fengu engan P- eða K- áburð í 55 ár, og aðrir sem fengu áburð
ýmist undir þörfum eða umfram. Reitum var skipt 1970 og aukinn N-áburður borinn
á helminginn. Reitimir vom samt nógu stórir til þess að þeim mætti skipta vorið 2006
í ijóra smáa reiti hverjum. Gerðar eru tilraunir með áburð á landi sem er að uppmna
eins en styrkur áburðarefna orðinn mismunandi. Tilraunimar em á framræstri mýri með
mikilli íblöndun af gosefnum úr Heklu og öðm áfoki og með árennsli. Glæðitap er um
30% í 0-5 sm, en í 5-20 sm gætir íblöndunar meira og er glæðitap um og undir 20%.
Uppskera í langtímatilraunum með kalí- og fosfóráburð á Sámsstöðum
1. tafla. Uppskera, þe. hkg/ha, í tilraun nr. 8-50 með kalíáburð á mýrartún skipt á þrjú
tímabil.
Aburður l'ppskera þe. hkg ha
kgha I 70 N Mt. II 120 N Mt. 35 ára
K ’50-‘69 ’70 -87. '88 - 04 55 ára '70-S7. '88-‘04 70 N 120 X
a. 0,0 53,0 32.S 32,2 39.9 37.0 33.7 32,5 35,4
b. 33.2 53.9 38,1 39.1 44,2 4S.7 46,9 38.6 47,5
c. 6ð.4 56,2 41.6 42.5 47,2 49,7 48.8 42.0 49.3
d. 99.6 58,0 43,1 44,1 48,6 50,7 49.3 43,6 50.0