Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 398
396 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
prósentueiningum lægri þar sem N-áburður var aukinn, jafnt í báðum sláttum. Upptaka
á K jókst því ekki í hlutfalli við aukna uppskeru þegar N-áburður var aukinn. Miðað við
óbreyttan styrk kalís í heyi hefur upptekið og ijarlægt magn kalís verið svipað og áborið
í d-lið eftir 1970 en meira þar sem minna var borið á. I tilraun nr. 147-64 á móajarðveg
(Þorsteinn Guðmundsson o.fl. 2007) var uppskera töluvert meiri og þar hefur K% haldist
um og yfir 2% i rúm 40 ár og ekki farið lækkandi þótt aðeins hafi verið borin á 50 kg
K/ha árlega.
Rúmþyngd jarðvegs í 0-5 sm er tæplega 0,5 kg/1. A einum ha vegur því jarðvegurinn í
efstu 5 sm tæplega 2501. Einingin 1 mj./lOOg (mj=millijafngildi) af K eru 400 mg K/kg,
en það jafngildir 100 kg K á 2501 og er mat á skiptanlegu K í jarðvegi. Því eru um 33 kg
K/ha skiptanleg í a-lið og 74 kg/ha í d-lið í þessu yfirborðslagi. K-AL hefur einnig verið
mælt í d-lið við 70 kg N/ha. Það var 0,81 og 0,17 í 0-5 og 5-10 sm dýpt og víkur ekki
marktækt frá gildum við 120 kg N/ha. Munur á K í AL-skoli í tilraunaliðum sem fengu
33 og 99 kg K/ha er greinilega marktækur, en munur eftir N-áburði er lítill. AL-greining
var gerð á sýnum úr 10-20 og 20—40 sm og benda niðurstöður til að áhrif áburðar hafi
náð dýpra en í 10 sm.
4. tafla. Fosfór í heysýnum, % af þe., og P-AL í jarðvegi, mg/100 g af jarðvegi, í tilraun
nr. 9-50.
P% í he\' við 70 kg N/ha við 120 kg X/ha P-AL í jarðvegi við 120 kg .\7ha
P-áb. 1960-1969 1970-2004 1970-2004 mj./lOO g
kgha l.sL 2. sl l.sl. 2. sl l.sL 2. sl 0-5 sm
a 0 0,19 0,19 0,18 0,19 0,18 0,19 0,97
b 13 0,28 0,27 0,27 0,30 0,28 0,28 2,2
c 22 0,32 0,29 0,32 0,34 0,33 0,31 5,9
d 31 0,34 0,32 0,35 0,37 0,36 0,36 7,3
e 39 0,34 0,32 0,36 0,39 0,38 0,37 16,9
Niðurstöður í 4. töflu sýna aukinn fosfór í heyi með P-áburði og ekki hefur orðið
umtalsverð breyting milli tímabila. Sérstaklega er athyglisvert að hann hefúr ekki farið
lækkandi í a-lið, þar sem fosfór er ekki borinn á. Frá 1982 hafa verið mæld 9 sýni af 1.
sl. og eru öll gildin 0,17 eða 0,18 nema eitt sem er 0,19. í öðrum tilraunum með reiti
án P-áburðar hafa mælst mun lægri gildi. I tilraun nr. 1-49, sem gerð er á móajarðvegi
á Sámsstöðum, hafa t.d. mælst 0,12-0,14% P í 1. sl. eftir 1984 á reitum sem voru án P-
áburðar frá 1938 eða 1949.
Frá 1970 hefur P-áburður verið um það bil í jafnvægi við fosfór sem var fjarlægður með
uppskeru í b-lið. í a-lið hafa um 6 kg/ha af fosfór verið fjarlægð árlega. Við P-áburð
>13 kg/ha hefúr fosfór safnast í jarðveg. Við það hefur auðleystur fosfór í jarðvegi
aukist verulega eins og sést á P-tölum í 4. töflu. Að baki þessum meðaltölum er mjög
mikill breytileiki. Búast má við mikilli sýnitökuskekkju eins og kom fram í athugunum
Jóhannesar Sigvaldasonar (1996), en einnig virðist vera töluverður reitamunur og verður
þessi breytileiki tekinn til nánari athugunar.
Nýjar tilraunir 2006
Reitum í tilraunum nr. 8-50 og 9-50 var skipt í femt og tilraun með vaxandi skammta
af K (914-06) eða P (915-06) gerð á reitum í þremur af fjórum endurtekningum eldri
tilraunanna. Tilraunaliðir voru einn án K- eða P-áburðar og þrír með misstóra skammta.