Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 400
398 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
í 7. og 8. töflu eru meðaltöl K% og P% í tilraunum 2006. Kalí er mun lægra en meðaltölin
í 3. töflu. í rannsóknum Gunnars Ólafssonar (1979) á sýnum teknum 1966-67 kom
fram að K% í grasi fer línulega lækkandi með tíma um 0,020%/dag fram í ágústbyrjun
(Hólmgeir Bjömsson 1994). Tilraunimar voru slegnar seint í júlí 2006, en það skýrir þó
ekki þennan mun til fulls. Telja má gildin á K% við 44 kg K/ha í áburði nokkuð lág og
til marks um að áburður hafi verið undir þörfum óháð fyrri áburðarmeðferð. Við 88-132
kg K/ha í áburði kemur fram munur á c- og d-lið annars vegar og a- og b-lið hins vegar
sem má má ætla að sé vegna lakara K-ástands í jarðvegi í síðar töldu liðunum og að því
sé meiri þörf fyrir K-áburð þótt það kæmi ekki fram í uppskerumælingu. Gildi sem em
ekki nema um 0,6% K munu vera fáséð.
Fosfór lækkar einnig með tíma, um 0,0049%/dag samkvæmt áður nefndum rannsóknum,
en þó verða litlar breytingar frá því snemma í júlí. Niðurstöður P-mælinga í heyi em því
ekki eins háóar því hvenær sýni er tekið. Við hæstu P-skammta í eldri tilraun (d og e) er
P% um 0,02% lægra við 0P 2006 en ef fosfór var borinn á um vorið. Ahrifin em svipuð
í b- og c-lið en styrkur fosfórs minni. Með háum áburðarskömmtum á fosfórsvelta reiti
hefur P% nálgast þau gildi sem mælast við 0P á reitum sem áður hafa fengið áburð
umlfam upptöku, 22-39 kg P/ha, þótt ekki fáist sama uppskera.
Umræða
Niðurstöður fyrsta árs í nýjum tilraunum með áburð á gömlum gmnni sýna ekki mismun
á uppskem eftir mismunandi K- eða P-ástandi í jarðvegi nema á reitum sem vom í
fosfórsvelti. Ekki hafði verið borið á tilraunareitina sumarið áður, en þeir voru þá slegnir
5. ágúst og heyið rakað af. Það dróst einnig fram eftir vori 2006 að tilraunimar hæfust
vegna óvissu um stuðning við þær. A þessum tíma geta hafa orðið breytingar í jarðvegi.
Niðurstöðumar sýna að jarðvegur, sem hefur hlotið illa meðferð eins og þurraustur á
næringarefnum, nær ekki frjósemi til jafns við aðra á fyrsta ári. Nauðsynlegt er því að
tilraunirnar standi a.m.k. 1-2 ár enn. Ekki er tímabært að álykta um hvað veldur minni
frjósemi á sveltum reitum. Auk breytinga á jarðvegi er gróðurfar annað. Varðandi fosfór
má geta sér þess til að ástæðan geti m.a. verið að langvarandi áburðamotkun hefur styrkt
fosfór nokkuð niður í jarðveginn, en áhrif áburðar samsumars em bundin við yfirborðið.
Með þrífosfati er jafnframt borið á kalsíum og 1 kg af P fylgja 0,65 kg af Ca. Það nægir
til að Ca-tölur og pH em marktækt hærri í reitum með háa P skammta en í reitum án P.
Heimildir
Guðni Þorvaldsson, Hólmgeir Björnsson & Þorsteinn Guðmundsson 2003. Langtímaáhrif mismunandi
nituráburðar á uppskeru og jarðveg. Tilraun 19-54 á Skriðuklaustri. Fjölrit Rala nr. 212, 80 bls.
Gunnar Ólafsson 1979. Efnainnihald og meltanleiki ýmissa túngrasa á mismunandi þroskastigi. Fjölrit Rala
nr. 42, 20 bls.
Hólmgeir Bjömsson & Friðrik Pálmason 1994. Ahrif áburðar- og sláttutíma á efhainnihald í grasi. Ráðun-
autafundur 1994, 193-205, leiðréttingar á 4 bls.
Jóhannes Sigvaldason 1996. Um jarðvegsefnagreiningar. Hvemig eru þær gerðar og hvaða gagn er að þeim?
Fjölrit BRT 19,22s.
Sigurð Þór Guðmundsson & Þorsteinn Guðmundsson 2007. Binding fosfórs í jarðvegi. Fræðaþing land-
búnaðarins 2007, í þessu hefti.
Þorsteinn Guðmundsson, Hólmgeir Bjömsson & Guðni Þorvaldsson 2006. Áhrif N-áburðar á efnasam-
setningu jarðvegs. Fræðaþing landbúnaðarins 2006, 190-196.
Þorsteinn Guðmundsson, Hólmgeir Bjömsson & Guðni Þorvaldsson 2007. Langtímatilraunir í jarðrækt,
hlutverk og dæmi um áhrif N-áburðar á auðleyst næringarefni. Fræðaþing landbúnaðarins 2007, í þessu
hefti.