Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 401
399 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Áhrif skógræktar á sveppi
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Náttúrufrœðistofnun Islands, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri
Útdráttur
Þegar lerkiskógur vex upp á mólendi breytist funga svæðisins í þá veru að þeim tegundum
sveppa sem lifa rotlífi í jarðvegi og bera aldin sín beint á yfirborðinu fækkar heldur um
leið og rotsveppir sem brjóta niður lauf og smágreinar bætast í funguna þegar rotmassi
tekur að saínast fyrir í skógarbotninum. I fungu fjörutíu ára lerkiskógar sem hefur verið
grisjaður bætast þeir sveppir sem brjóta niður við og bera aldin sín á rotnandi trjábolum
og sverum greinum. Slíkir sveppir voru áberandi i eldri birkiteignum á Austurlandi en
fundust ekki í þeim yngri. Á Vesturlandi fundust fáir sveppir á viði. Þurrki og lélegri
sveppasprettu í mólendi og yngsta greniteignum á Vesturlandi er kennt um hversu
fáir sveppir fundust þar miðað við mólendi á Austurlandi. í greniteigum fundust engir
svepprótarsveppir í þeim yngsta en í hinum teigunum voru þeir meira en helmingur
tegunda og hið sama á við um aðra teiga á Vesturlandi nema yngsta furuteiginn. Minna
var um rotsveppi á Vesturlandi en á Austurlandi og talið líklegt að rotnandi lauf og
smágreinar í skógarbotni hefðu verið of þurr tii að þeir gætu borið aldin um það leyti
sem sýni voru tekin. I fungu Islands bættust níu tegundir, þær Cortinarius vibratilis,
Fayodia bisphaerigera, Hemimycena lactea, Isaria brachiata, Glomus macrocarpum,
Gliocladium roseum, Trichophaea hybrida, Physarum nutans, Mycena vulgaris, auk
tve8gja sem ekki hefur tekist að greina til tegundar svo öruggt sé, Lepiota cfr. castanea
°g örsmárrar, hvítrar Mycena sp. Alls hafa verið greindar 147 tegundir sveppa úr þessum
nítján teigum.
Inngangur
Sveppir koma víða fyrir i vistkerfi skóga og ræður lífstíll tegundarinnar því hvar hún vex.
Sveppir geta verið sníklar eða sníkjusveppir (parasites), ásætur (epiphytes), rotverur eða
rotsveppir (saprophytes) eða sambýlingar sem tengjast hýsli sínum og báðir njóta góðs
af sambúðinni og eru svepprótarsveppir dæmi um hið síðastnefhda. Sníkjusveppir sækja
næringu sína í lifandi frumur hýsils síns og drepa sumir þeirra stundum hýsilinn eða
hluta hans. Ásætur nota undirlagið eingöngu til að sitja á og skaða það ekki. Rotverur
brjóta niður dauðar plöntur og ýmsar lífrænar leifar og koma efnum úr þeim út í hringrás
náttúrunnar. I skógi á samlífi svepps og plantna sér einkum stað neðanjarðar þar sem
sveppir hafa frá örófi alda tengst rótum hýsla sinna og myndað þau líffæri er svepprætur
nefiiast. Sveppir úr fylkingunni Glomeromycota mynda innræna svepprót með flestum
jurtkenndum plöntum en kólfsveppir og færri asksveppir mynda útræna svepprót (EM)
með trjám auk sortulyngs, holtasóleyjar og komsúru. Trén nýta sér sveppi við að taka
UPP næringu og vatn úr jarðveginum en sjá svepprótarsveppum sínum fyrir kolvetnum
°g fer 10-25% þeirra orkuefira sem tré framleiða með ljóstillífun til svepprótarsveppanna
(Kendrick 1992, Read & Perez-Moreno 2003). Líkami sveppanna sem mynda útræna
svepprót með trjám er að mestu leyti (um 80%) fíngerðir sveppþræðir í jarðveginum en
nalægt 20% lífmassa sveppsins er vafinn um ystu frumur rótarenda hýsiltrjánna og síðan