Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 427
425 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Áhrif skógræktar á ánamaðkasamfélagið
Bjami E. Guðleifsson1 og Bjami Diðrik Sigurðsson2
'Landbúnaðarháskóla Islands, Möðruvöllum, 601 Akureyri
2Landbúnaðarháskóla Islands, Hvanneyri, 311 Borgarnes
Útdráttur
Rannsakað var hvaða áhrif skógrækt hefði á ánamaðkasamfélagið í skógarbotnum.
Rannsóknin náði til náttúrulegra birkiskóga og ræktaðra rússalerkisskóga á Austurlandi
og til birki- og ræktaðra sitkagreni- og stafafuruskóga á Vesturlandi ásamt mólendi
á báðum stöðum. Á Fljótsdalshéraði fundust mosaáni (Dendrobaena octaedrá) og
svarðáni (D. rubida) í öllum gróðurlendum. I birki- og lerkiskógum fannst einnig grááni
(Allolobophora caliginosa) og í einum lerkiteig fannst einnig íjórða tegundin, garðáni
(Lumbricus rubellus). Á Vesturlandi fundust þessar ijórar tegundir í öllum gróðurlendum,
auk rauðána (A. rubida) og til viðbótar fannst blááni (Octolasion cyaneum) í birki og
stafafuruskógum. Rauðáni hefur ekki fundist fyrr í skógum á Islandi. Á Fljótsdalshéraði
voru 17-19 ánamaðkar á fermetra, en í einum lerkiteig voru 302 ánamaðkar á fermetra.
I Skorradal voru um 60-140 ánamaðkar á fermetra og einungis í furuskógi fækkaði
ánamöðkum með aldri skógarins, úr 105 ánamöðkum í 14 ára skógi í 22 í 46 ára skógi.
Fylgnigreining á gögnunum leiddi í ljós að aukið niturmagni í efstu 10 cm jarðvegs
var sterkast tengt auknum tegundafjölda ánamaðka, en mild lækkun sýrustigs dýpra í
jarðvegi sýndi sterkasta neikvæða fylgni. Þéttleiki (heildarfjöldi) og lífmassi ánamaðka
var sterkast tengdur magni gróðurs í skógarbotninum.
Inngangur
Ánamaðkar eru meðal stærstu, mikilvægustu og mikilvirkustu lífvera jarðvegsins og
hafa þeir meðal annars áhrif á blöndun lífræna og ólífræna hluta jarðvegsins, taka þátt
í niðurbroti og rotnun lífrænna leifa, auka örverustarfsemi og niðurbrot með vessum
sem þeir gefa ffá sér og auka loftrými jarðvegs með gangamyndun. Ánamaðkar eru
vandlátir á jarðvegsgæði og ytri aðstæður hafa mikil áhrif á viðgang þeirra, svo sem
jarðvegsraki og jarðvegsloft, jarðvegshiti, sýrustig jarðvegs, magn og gerð lífrænna cfna
og næringarástand jarðvegsins, aðallega C/N-hlutfall (Curry 2004). Dreifigeta ánamaðka
er fremur lítil og þeir dreifast hægt (Edwards & Bohlen 1996, Hólmfríður Sigurðardóttir
1998). Vegna þess hversu ánamaðkar eru kröfuharðir umjarðvegsaðstæður er viðgangur
þeirra talinn góður mælikvarði á jarðvegsgæði (Muys & Granval 1997). Edwards og
Bohlen (1996) geta þess að erlendis dafni ánamaðkar yfirleitt betur í laufskógum
en barrskógum og betur í graslendi en lyngheiðum og telja þeir þetta tengjast lægra
sýrustigi, óhagstæðara næringarefnahlutfalli og meira af óaðlaðandi efnum, svo sem
alkaloíðum og polyfenólum undir barrskógum og heiðagróðri.
Þekktar eru um 220 ánamaðkategundir í heiminum en einungis 11 þeirra hafa fundist
á íslandi (Edwards & Bohlen 1996, Guðni Þorvaldsson & Hólmfríður Sigurðardóttir