Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 428
426 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
1998). Helst heftir athygli manna á íslandi beinst að ánamöðkum í túnum og á
uppgræðslusvæðum, en í íslenskum skógum hafa fundist 5 tegundir; mosaáni
{Dendrobaena octaedra), svarðáni (D. rabida), grááni (Allolobophora caliginosa),
garðáni (Lumbricus rubellus) og blááni (Octolasion cyaneum) (Bengtsson et al. 1975).
Skóglendi þekur aðeins lítinn hluta íslands, 1,1% er þakið náttúrulegum birkiskógi og
0,3% gróðursettum skógi, sem a.m.k. af 2/3 hlutum er barrskógur (Amór Snorrason
& Bjarki Þór Kjartansson 2004). Vegna þess að mikil skógrækt er ráðgerð á landinu á
næstu áratugum var talið rétt að kanna hver væm áhrif skógræktar í íslenskt vistkerfi.
Þess vegna var rannsóknaverkefninu SKOGVIST hrint af stað sem samvinnuverkefni
þriggja stofnana þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum rannsökuðu áhrif skógræktar á
vistkerfið (Bjami D. Sigurdsson o.fl. 2005b, Asrun Elmarsdottir o.fl. 2007) . Verkefnið
stóð á ámnum 2002-2006. Hér verður einungis greint frá niðurstöðum á áhrifum
skógræktar á ánamaðkasamfélagið.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin fór þannig fram að ánamöðkum var safnað í mólendi, náttúrulegum
birkiskógum (Betula pubescens) og gróðursettum rússalerkis- (Larix sibirica),
sitkagrenis- (Picea sitchensis) og stafafuruskógum (Pinus contorta) af mismunandi
aldri. Rannsóknin var gerð á tveimur stöðum, á Fljótsdalshéraði á Austurlandi þar sem
rannsakað var mólendi, 2 aldursflokkar af birki, 5 aldursflokkar af lerki og í Skorradal
(og einn birkiteigur í Norðurárdal) á Vesturlandi þar sem rannsakað var mólendi, 3
aldursflokkar af birki, 4 aldursflokkar af greni og 3 aldursflokkar af furu. Lýsingu á
svæðunum ásamt aðferðum við gagnasöfnun á gróðri og jarðvegi má sjá í ritgeróum um
rannsóknaverkefnið SKÓGVIST (Bjami D. Sigurdsson o.fl. 2005b, Elmarsdóttir o.fl.
2007a).
Söfnun ánamaðka fór fram tvisvar á sumri, í byrjun og lok sumars. A Fljótsdalshéraði
var safnað 11.-13. júní og 12.-14. ágúst 2003 en á Vesturlandi 18.-21. júní og 18.-22.
ágúst 2004. Stunginn var upp 33x33x40 cm hnaus á þremur stöðum meðfram fimm 50
m löngum föstum mælilínum, alls 15 sýni í hverjum skógi (teig). Hnausamir vom teknir
vandlega sundur og öllum ánamöðkum úr hverjum hnaus var safnað í dósir með 70%
ísóprópanóli og sýnin geymd við +4 °C til tegundagreiningar, vigtunar (lífmassi) og
lengdarmælingar. Tegundagreining studdist við grein Stöp-Bowitz (1969). Lífmassi var
mældur eftir þurrkun við +70 °C í 24 tíma.
Áhrif skógargerðar og aldurs skóga á ánamaka var prófaður tölfræðilega með
forritinu Getstat (Pyne o.fl. 1993). Fylgniútreikningar (Pearson's correlation
matrix) voru einnig gerðir með tölfræðiforritinu SAS 9.1 (SAS Institute Inc.,
Cary, NC, USA) á milli tegundaljölda, þéttleika (einstaklingsfjölda) og lífmassa
ánamaðka við 32 umhverfisbreytur sem mældar voru á hverjum stað (1. tafla).
Niðurstöður og umræður
Á Fljótsdalshéraði fundust mosaáni og svarðáni í öllum gróðurlendum. I birki og
lerkiskógum fannst einnig grááni og í einum lerkiskógi fannst einnig fjórða tegundin,