Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 430
428 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
skóglendis (2. tafla), en einungis í faruskógi fækkaði ánamöðkum kerfisbundið eftir því
sem skógurinn varð eldri, þannig að í 14 ára furuskógi voru 105 ánamaðkar á m2,64 í
37 ára skógi og 22 í 46 ára skógi.
Fylgnigreining á gögnunum leiddi í ljós að tegundafjöldi ánamaðka sýndi hæsta fylgni
með auknu magni niturs í efstu 10 cm jarðvegs (r = +0.46), en C/N-hlutfall í jarðvegi
og lækkun sýrustigs hafði sterkasta neikvæða fylgni við tegundafjölda (r = -0.27, -0.38;
3. tafla). Þéttleiki ánamaðka hafði hæsta jákvæða fylgni við magn gróðurs og gróflitter í
skógarbotninum (r = +0.52) og lífmassi ánamaðka sýndi hæsta jákvæða fylgni við sömu
breytu (r = +0.53; 3. tafla).
Athygli vakti að hlutfall dauðra trjáa í skógi var jákvætt tengt fjölda ánamaðkategunda
(r = +0.25). I nágrannalöndunum hefur umhirða skóga verið að breytast mikið á
undanfomum tveimur áratugum, m.a. vegna sjónarmiða um varðveislu líffræðilegs
fjölbreyti leika. Nú em yfirleitt skilin eftir um 3-5% trjáa við skógarhögg, sem síðar munu
mynda standandi dauð tré. Þetta er gert vegna mikilla jákvæðra áhrifa á tegundafjölda
smádýra og fugla í skógunum (Stevenson 2000).
Bjami D. Sigurðsson o.fl. (2005a) hafa sýnt að sýmstig er ekki marktækt ffábrugðið á
milli rannsóknasvæða, en að milda lækkun sýmstigs má greina með aldri skógar óháð
trjátegund. Þrátt fyrir að breytingamar á sýmstigi séu litlar, þá er sterkt neikvætt samband
milli þess og tegundafjölda ánamaðka. Það er þekkt að ákveðnar tegundir ánamaðka
em flestum öðmm tegundum næmari fyrir breytingum á sýmstigi (Edwards & Bohlen
1996, Curry 2004). Mikil frjósemi (hár niturforði) i yfirborðslaginu eykur á hinn bóginn
tegundafjölbreytni ánamaðka.
3. tafla. Fylgni tcgundafjölda (fyrsta tala), þéttleika (miðtala) og lífmassa (þriðja tala)
ánamaðka og ýmissa umhverfisþátta í mismunandi gróðurlendum á Fljótsdalshéraði og
Vesturlandi. ns = ekki marktækt, * P<0,05, ** P<0,01, ***P<0,001. Merki, sjá 1. töflu
Mettó Fylsmstuðlar Merid Fylsnistuðlar Merid Fylanistuðlar
X! -í-0.46*** .ns. ns Mosi Xs.-H)25*, -0.26* nx ns; ns.ns
C> +0j4**. ns.ns PG k-0.31**. +Ó.53***, 4-0.52*** Sa ns. ns.ns
CN' -027*, ns.ns F ns_. ns.ns s< +0.24*, ns.ns
pH1 ns. ns;iis PGF ns. ns,ns T ns, ns;ns
-K).39***.ns. ns S ns. ns.ns Th ns.ns.ns
+0_34**. ns.ns LAI ns. ns;ns TT ns. ns;ns
CN5 ns. ns.ns H ns.+0.23*,+0.27* K ns; ns.ns
pK: -0j8**.ns.ns D +0.30**. +027*. +0.24*
P -t029*,-K).33**, K).33** GF ns. ns.ns
Tvi ns. ns.ns ST ns. ns.ns
Ein -fOJ2**,-r0.37**,T3S*** ID ns. ns.ns
B>Tkn ns, ns, —0.23* ST. ns; ns;ns
Eftir því sem botngróður var meiri var tegundafjöldi og þéttleiki ánamaðka meiri enda
dafna ánamaðkar best í frjósömum jarðvegi (Curry 2004). Bjami D. Sigurdsson o.fl.
(2005b) sýndu fram á að magn botngróðurs var háð þéttleika skógar og birtumagni
sem náði niður á skógarbotn, en ekki sýrastigi. I annarri grein í þessu riti sýna Ásrún
Elmarsdóttir o.fl. (2007) einnig að tegundafjöldi botngróðurs er einnig mest háður
þéttleika skógar og birtumagni. Áhrifin botngróðurs á ánamaðkana em því ekki einungis
óbein áhrif frjósemi, heldur em ánamaðkamir óbeint tengdir þéttleika skóga og birtu á
skógarbotni.