Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 432
430 • Fræðaþing landbúnaóarins 4, 2007
Áhrif skógræktar á samfélög smádýra
Erling Olafsson og María Ingimarsdóttir
Náttúrufrœðistofnun Islands, Hlemmi 3, 105 Reykjavík
Útdráttur
Gerð er grein fyrir rannsóknum á áhrifum ræktunar barrtrjáa í íslenskri náttúru á
smádýralíf. Verkefnið er liður í SKOGVIST, samvinnuverkefni nokkurra stofnana sem
tóku höndum saman um að kanna áhrif skógræktar á lífríki og ýmsa umhverfisþætti.
Kannaðir voru greni- og furuskógar á Vesturlandi og lerkiskógar á Austurlandi, einnig
birkiskógar og mólendi á báðum stöðum til samanburðar. Niðurstöður sýna glögglega
að rnjög mikil breyting verður á samsetningu smádýrafánunnar við ræktun barrheldinna
skóga. Einnig verður mikil breyting þegar lerki er ræktað í mólendi, en fánan sem
myndast líkist fánu birkiskóga að ýmsu leyti.
Inngangur
SKOGVIST er samvinnuverkefni Skógræktar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Islands og
Landbúnaðarháskóla Islands. Eitt af markmiðum verkefnisins er að kanna áhrif ræktunar
barrskóga á lífríki og bera þá saman við mólendi og birkiskóga. Rannsóknimar beindust
að breytingum sem verða á gróðurfari, fuglalífi og smádýralífi, einnig á jarðvegsþáttum,
forða og flæði kolefnis. Hér era kynntar niðurstöður rannsókna á smádýram á yfirborði
jarðvegs.
Rannsóknir af þessu tagi hafa ekki áður farið fram á Islandi og lítið virðist vera um
sambærilegar rannsóknir innan seilingar. Þó var um áþekkt dæmi að ræða þegar Butterfield
(1997) fylgdi eftir breytingum sem urðu við ræktun sitkagrenis í N-Englandi með því að
kanna misgamla skóga. Rannsóknin, sem náði eingöngu til bjallna af járnsmiðsætt, sýndi
að miklar breytingar urðu við uppvöxt skóganna. Fjölbreytni var mest, einnig fjöldi
einstaklinga, í ungum skógarteigum en fækkaði eftir því sem skógamir eltust. Peterken
(2001) gerði grein fyrir víðtækari áhrifum innfluttra trjáa á lífríki og jarðveg í Bretlandi,
en lagði fyrst og fremst út frá því hvemig tegundir sem lifa í trjánum sjálfum aðlagast
skógum mynduðum af framandi trjátegundum. Finch (2005) sýndi fram á mun á fánu
köngulóa og bjallna af jámsmiðsætt í þrem mismunandi skógum, eik, fura og greni, í NV-
Þýskalandi. Töluverður munur kom fram á fánu þessara skóga, ekki einvörðungu milli
laufskógarins og barrskóganna, heldur einnig milli fura- og greniskóga. Smádýrafána
furaskógar reyndist fábreyttari en fána eikar- og greniskóga og fjöldi veiddra dýra var
mestur í greniskóginum. Ef seilst er lengra má vitna til rannsóknar í Suður-Afríku sem
sýndi hvemig plöntun framandi tegunda breytti smádýralífi, sumum tegundum í hag en
öðram ekki (Samways o.fl. 1996).
Rannsóknasvæði og aðferðir
Rannsóknir fóra fram á Fljótsdalshéraði á Austurlandi en i Skorradal og Litla-Skarði í
Stafholtstungum á Vesturlandi. Alls vora valdir 19 teigar til rannsókna, þ.e. barrskógar af
mismunandi aldri, síberíulerki (5 teigar), sitkagreni (4 teigar) og stafafura (3 teigar), auk