Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 435
433 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Sömu sögu er að segja af fjölda tegunda. í flestum teigunum var svipaður fjöldi tegunda,
hvort heldur var um að ræða mólendi, birkiskóga eða barrskóga af mismunandi aldri
(1. mynd A). Hins vegar má gera ráð fyrir aukningu smádýrategunda við skógrækt ef
kannað væri hvaða dýr halda sig í trjágróðrinum sjálfum.
Þó ekki verði áberandi breytingar á íjölda tegunda eða smádýra við skógrækt verða
mjög afgerandi breytingar á tegundasamsetningu smádýrafánunnar. Fjölbreytu-greining
(DCA-hnitun) var gerð á gildrusýnum (95 sýni). Aðeins var tekinn til skoðunar sá hluti
sýnanna sem hafði verið greindur til tegunda. Niðurstöður eru sýndar á 2. mynd, þar sem
hver punktur er nokkurs konar samnefnari fyrir samsetningu fánunnar, þ.e. tegundir og
vægi þeirra, í viðkomandi mælireit. Punktar sem eru nálægir hver öðrum gefa til kynna
fánu af svipaðri samsetningu, en þeir sem eru langt hver ffá öðrum gefa hið gagnstæða
til kynna. Á ásunum er kvarði sem segir til um hversu lík/ólík tegundasamsetning
smádýrafánunnar er. Ef 400 stig eða meira eru á milli tveggja punkta er það vísbending
um að fáar tegundir séu sameiginlegar mælireitunum tveim sem punktamir standa fyrir.
Niðurstöður fjölbreytugreiningarinnar sýna að nokkur munur er á tegundasamsetningu
milli landshlutanna tveggja, sem kemur fram á ási 2 (2. mynd). Dreifing punkta á ási 1
með kvarða upp í 400 sýnir því að smádýrafána mólendis (M) á fátt sameiginlegt með
fánu elstu barrskógateiganna (F45 og G43) en nánast sömu tegundir smádýra er að finna í
elstugreni(G43)ogfuruteigunum(F45). Niðurstöðumar bendaþví til þess að tegundum
sem einkenna mólendi fækki og þær hverfi smám saman þegar skógur vex upp. Á meðan
barrskógurinn er enn ungur og frekar lágvaxinn og opinn er tegundasamsetningin um
margt lík birkiskógum, en þegar skógurinn lokast og botngróður minnkar koma inn nýjar
tegundir og aðrar hverfa. Á endanum hefur myndast fána þannig samsett að hún á sér
enga líka í öðmm búsvæðum á landinu. Þar er um að ræða tegundir sem kjósa skóglendi,
tegundir sem þurfa talsverðan raka og kunna því ekki við sig á sólríkum stöðum, einnig
tegundir sem þrífast að öllu jöfnu ekki í miklum gróðri og njóta því þess hve botngróður
er skertur í þéttum og dimmum barrskógum.
Þess ber að geta að talsverður munur er á sígrænum skógum, greni og furu annars vegar,
og lerkiskógum hins vegar hvað smádýralíf varðar. Fána lerkiskóga, sem fella barrið, ber
talsverð einkenni fánu birkiskóga, jafnvel eftir að skógurinn hækkar og lokast.
Twinspan-flokkun var beitt á sama gagnasafn (3. mynd). Hún sýnir hvemig skyldleika
smádýrafánunnar í rannsóknateigunum er háttað. I fyrstu skiptingu aðskiljast mólendi
og yngstu barrteigamir frá birkiskógum og eldri barrskógum óháð landshlutum. I næstu
skiptingu beggja hluta aðskiljast landshlutamir.
Margt áhugavert kemur í ljós þegar viðbrögð ákveðinna tegunda em skoðuð. Sem dæmi
má nefna að valltifa Jassargus distinguendus (Flor, 1861), krabbakönguló Xysticus
cristatus (Clerck, 1757) og snoppuló Savignya frontata (Blackwall, 1833) hverfa
með öllu og hnoðakönguló Pardosa palustris (Linnaeus, 1758) lætur vemlega undan,
einnig randaló Lepthyphantes mengei (Kulczynski, 1887), en stöllur hennar flákaló
Lepthyphantes zimmermanni Bertkau, 1890 og ranaló Lepthyphantes complicatus
(Emerton, 1882) líkar vistin vel er barrskógar vaxa upp. Fjallasmið Patrobus
septentrionis (Dejean, 1828) líkar einnig umskiptin vel, enda rakasækin tegund, og
þéttustu barrskógamir í Skorradal skapa garðasmið Patrobus atrorufus (Ström, 1768)
lífsskilyrði. Sama má segja um myglubjölluna Cryptophagus pilosus Gyllenhal, 1827,