Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 437
435 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Lokaorð
Ljóst er að skógrækt bætir skilyrði fyrir ýmis smádýr sem þegar er að finna hér á landi
á sama tíma og tekið er fyrir lífsmöguleika annarra. Það má gera því skóna að smám
saman skapist aðstæður fyrir ýmsar tegundir dýra sem lifa í skógum í nágrannalöndum
okkar, tegundir sem berast reglulega hingað til lands með timbri, en hafa enn ekki
fundið hér lífsskilyrði og náð fótfestu. Þar má sem dæmi nefna bjöllur af trjábukkaætt
(Cerambycidae) og sagvespur af trjávespuætt (Siricidae), en lirfur beggja vaxa upp í
viði trjánna. Það skai og haft í huga að á sama tíma og skógrækt býr sumum tegundum
smádýra í haginn hrekur hún aðrar burt úr náttúrulegum búsvæðum sínum. Rétt er að
geta þess að þótt elstu skógamir séu um hálfrar aldar gamlir er lokastigi í þróun þeirra
engan veginn náð. Þetta era í raun ungir skógar, en eldri skógar finnast ekki ennþá til
rannsókna.
Þessar niðurstöður voru einnig kynntar í erindinu „ICEWOODS - Ground invertebrates” á
ráðstefnunni „AFFORNORD - Effects of Afforestation on Ecosystems, Landscape and Rural
Development” í Reykholti, 18.-22. júní 2005 og fylgdi grein í ráðstefnuriti (Erling Ólafsson og
María Ingimarsdóttir 2007).
Þakkir
Náttúrufræðistofnun íslands kostaði rannsóknir þessar á smádýrum með styrkframlagi frá
RANNIS. Guðmundur Halldórsson, Skógrækt ríkisins á Mógilsá, og samstarfsmenn hans unnu alla
vettvangsvinnu á Austurlandi. Asrún Elmarsdóttir og Borgþór Magnússon, Náttúrufræðistofnun
Islands, lásu yfir handrit. Öllum aðilum SKÓGVISTAR er þökkuð einkar góð samvinna.
Heimildir
Ásrún Elmarsdóttir og Borgþór Magnússon 2007. ICEWOODS. Changes in ground vegetation following
afforestation. í: Guðmundur Halldórsson., Edda S. Oddsdóttir og Ólafúr Eggertsson (ritstj.). Effects of af-
forestation on ecosystems, landscape and rural development. TemaNord 2007, 92-99 (í prentun).
Butterfield, J. 1997. Carabid community succession during the forestry cycle in conifer plantations. Ecog-
raphy 20: 614-625.
Erlendur Jónsson og Erling Ólafsson 1989. Söfhun og varðveisla skordýra. Pöddur. Rit Landverndar 9:
29-46.
Erling Ólafsson og María Ingimarsdóttir 2007. ICEWOODS. Changes in communities of ground living
invertebrates following afforestation. í: Guðmundur Halldórsson., Edda S. Oddsdóttir og Ólafur Eggertsson
(ritstj.). Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development. TemaNord 2007, 158-163
(í prentun)
Finch, O.-D. 2005. Evaluation of mature conifer plantations as secondaiy habitat for epigeic forest arthro-
pods (Coleoptera: Carabidae; Araneae). Forest Ecology and Management 204: 21-34.
Guðmundur Halldórsson og Edda S. Oddsdóttir 2007. ICEWOODS. The effects of afforestation on the
abundance of soil fauna in Iceland. í: Guðmundur Halldórsson., Edda S. Oddsdóttir og Ólafúr Eggertsson
(ritstj.). Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development. TemaNord 2007, 138-142
(í prentun).
McCune, B. og Mefford, M.J. 1999. PC-ORD. Multivariate Analysis of Ecological Data. Version 4. MjM
Software Design, Gleneden Beach, Oregon, 237 bls.
Peterken, G.F. 2001. Ecological effects of introduced tree species in Britain. Forest Ecology and Manage-
ment 141: 31—42.
Samways, M.J., P.M. Caldwell og R. Osborn 1996. Ground-living invertebrate assemblages in native,
planted and invasive vegetation in South Africa. Agriculture, Ecosystems & Environment 59: 19-32.