Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 463
461 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Er „núll Iosun“ gróðurhúsalofttegunda möguleg á íslandi?
Olafur Amalds,
Lcmdbímaðarháskóla Islands
Inngangur
Losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) og áhrif þeirra á loftslag jarðar veldur vaxandi
áhyggjum í heiminum. Bent hefur verið á að losun íslands er komin upp að þeim
mörkum sem samið var um á vettvangi Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna
um vemdun andrúmsloftsins (United Nations Framework Convention for Climate
Change, UN-FCCC). ísland fékk þó umtalsverðar tilslakanir er varðar losunarheimildir
samkvæmt Kyoto bókuninni (Kyoto Protocol; nánari útfærsla á loftslagssamningnum).
En loftslag virðir ekki landamæri og þegar litið er til heimsins þá er það augljóst að draga
þarf mun meira úr losun gróðurhúsalofttegunda en þegar hefur verið samið um, ef ekki
á illa að fara. Hver þjóð þarf að leggja sitt af mörkum og margt bendir til að kröfur um
minni losun vaxi enn í framtíðinni. Það er ekki síst vegna þess að samið var um mikla
losun iðnríkja, að samningar tóku ekki til losunar flugvéla, og að ekki var samið um
losun þróunarríkja, sem vex örum skrefúm, t.d. Kína og Indlands.
Kolefnishringrás og binding kolefnis
Kolefni er miðill orku á yfirborði jarðarinnar; plöntur binda sólarorkuna með ljóstillífun
í afoxuðu fonni í kolefnissamböndum (sem skilar súrefni til andrúmsloftsins), en
síðan losnar þessi orka á ný við margvísleg efnaferli eða bruna. Hafið og stöðuvötn
eru langstærstu „geymar“ kolefnis. Á landi er stærsti hluti kolefnisins sem tekur þátt
• þessari lífrænu hringrás bundið í jarðvegi (> 2000 Pg C, t.d. Batjes, 1996), en einnig
gróðri og þá aðallega í skóglendi (550 Pg C), en í andrúmsloftinu er um 750 Pg C. Hluti
kolefnishringrásarinnar tengist einnig ólífrænum eða jarðefnafræðilegum hringrásum,
Ld. við myndun kalks (CaCO,). Þannig binst mikið af kolefni úr koltvísýringi í
ólífrænum efnasamböndum við efnaveðrun á íslandi, sem að lokum falla út sem kalsteinn
í sjó. Þetta ferli er einkar mikilvirkt í basísku bergi, og því eru nú hafnar rannsóknir á
möguleikum þess að dæla koltvísýringi niður í borholur á íslandi með það fyrir augum
að fella út kalk, sem síðan er bundið í berginu til frambúðar.
Arleg losun gróðurhúsalofttegunda á íslandi er um 5,5 milljónir tonna af C02
(Umhverfisráðuneytið, 2006). Tæpleg 1,4 M tonna af þessari losun eru vegna
landnýtingar í heild en þá hefur binding með landgræðslu og skógrækt verið tekin með
til mótvægis.
hinding
Mögideikar til mótvœgisaðgerða
Við gerð loftslagssamnings S.þ. var litið til möguleika til að binda kolefni andrúmsloftsins
með margvíslegum hætti. Um það eru nokkur ákvæði í samningnum, m.a. um bindingu
með skógrækt og bindingu með öðrum aðgerðum sem breyta landnotkun, og þar er