Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 464
462 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
ennfremur inni ákvæði um landgræðslu. Andrés Amalds og Anna María Ágústdóttir
(2005) birtu aðgengilegt yfirlit um þessar leiðir á Fræðaþingi landbúnaðarins. Ekki er
tekið tillit til jarðfræðilegra ferla i núverandi samningi (t.d. binding vegna efnaveðrunar
á Islandi, losun jarðhitasvæða eða losun samfara eldvirkni, sem er gríðarlega mikil),
en þó er mikilvægt að taka slík ferli með í reikninginn til að fá heildarmynd af
kolefnishringrásinni.
Á undafomum ámm hafa farið fram mikilsverðar rannsóknir kolefnisbúskap íslenskra
vistkerfa, ekki síst bindingu, einkum á vegum Rannsóknastöðvar Skógræktar við
Mógilsá, Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Islands (áður RALA). Þessar
stofnanir hafa haft með sér farsælt samstarf, en auk þess má nefna að Mógilsá og Lbhí
em aðilar að norrænu öndvegissetri um rannsóknir á kolefnisbúskap.
Hvernig binst kolefni í jarðvegi? - Sérstaða Islands
Tvær ástæður liggj a að baki þess að binda má meira kolefni í íslenskum vistkerfum
en víðast annars staðar: i) sérstaða jarðvegsins (eldfjallajörð og mójörcí); ii)
hnignuð vistkerfi þar sem binda má mjög mikið með endurheimt landgæða.
Lífræn efni í jarðvegi eru á margvíslegu formi, sem lifandi vemr og plöntuhlutar,
rotnandi plöntu- og dýrahlutar, og lífræn efnasambönd. Langmest er af lífrænum efnum
í efsta lagi jarðvegsins yfirleitt. Þó hafa tvær jarðvegsgerðir algjöra sérstöðu hvað þetta
varðar. Annars vegar er það lífrænn jarðvegur votlendis þar sem rotnun er lítil (einkum
á norðurslóðum), sem nefnd hefur verið mójörð (Histosol), en í slíkum jarðvegi geta
safnast saman þykk lög af lífrænum efnum. Þessi kerfi binda oft >2000 t C á ha og er
talið að í heild séu grafin um 360 Pg C í slíkum jarðvegi á heimsvísu. Hins vegar er það
jarðvegur eldfjallasvæða, eldfjallajörðlsortujörð (Andosol) sem að vísu bindur minna
magn en mójörðin, en þó mun meira en annar jarðvegur. Bindingin er oft >300 t C
á ha, en þessi jarðvegur hefur ekki mikla útbreiðslu, svo heildarbinding í heiminum í
eldfjallajörð er líklega um 100 Pg C. Þær tölur sem hér em nefndar byggja m.a. á grein
eftir Eswaran o.fk, (1993). Eldfjallajörðin bindur kolefni aðallega með tvennum hætti,
annars vegar binst kolefni við allófan og aðrar steindir jarðvegsins (em mjög sérstakar
fyrir eldfjallajörð og finnast fítt í öðmm jarðvegi), en hins vegar myndast málm-fjölliður
eða málm-húmus knippi, þar sem lífræn efnasambönd tengjast einkum áli sem losnar í
jarðveginum við öra veðmn á gjóskuefnum hans. Á íslandi bætist síðan við hæg rotun
vegna loftslags og uppsöfnun í votlendi (mójörð og annað votlendi)
Önnur, en afar mikilvæg sérstaða Islands er sú hve illa farin mörg vistkerfi á íslandi
em. Talið er að í heildarmagn kolefnis í íslenskum jarðvegi sé um 2.100 milljónir tonna
C, en gríðarlegt magn kolefnis hefur tapast vegna jarðvegseyðingar frá Landnámi (sjá
Hlyn Óskarsson o.fl., 2004). Við endurheimt vistkerfa binst kolefni á ný. Skógrækt er
vitaskuld viðurkennd bindileið. Islendingar beittu sér að alefli fyrir að fá landgræðslu
samþykkta sem bindileið til mótvægis við losun. Á þessu sviði hefur því landið sérstöðu,
ekki síst á meðal Evrópuþjóða norðan Miðjarðarhafsins. Því era það margar aðgerðir
sem koma til greina til að binda kolefni hérlendis: skógrækt, landgræðsla, endurheimt
frjósemi gróinna vistkerfa sem nú eru rýr. Rétt e að hafa í huga að illa farið land og
framræst votlendi eru að gefa frá sér gríðarlega mikið kolefni, jafnvel af meira en sem
svarar allri annarri losun á Islandi! (Jón Guðmundsson og Hlynur Óskarsson, munnl.
heimild).