Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 465
463 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Möguleikar til bindingar á íslandi
Skógrœkt
Sýnt hefur fram á mikla möguleika til bindingar með skógrækt og binding vegna
nýskógræktar nemur nú um 100.000 t C02 á ári (Bjami Diðrik Sigurðssonar o.fl.,
2005). Rannsóknir á bindingu með skógrækt byggja á alþjóðlegri hefð og hafa verið
stundaðar af þó nokkmm þrótti hérlendis. Möguleikar til bindingar í skógrækt eru
háðar því af hve miklu kappi skógræktin er stunduð, hve mikil bindingin í skóginum er,
°g þar kemur einnig til binding í jarðvegi (Arnór Snorrason, 2006). Að auki kemur til
binding í náttúmskógum, þegar þeir em friðaðir eða fá tækifæri til að stækka. Úr þessu
verða allmargar sviðsmyndir, en gera má ráð fyrir að binding með nýskógrækt geti náð
1-2 milljónum tonna CO, árið 2040 (t.d. miðað við 4,4 t CO,/ári/ha, 5-10% láglendis í
skógrækt árið 2040 (Bjami Diðrik Sigurðsson o.fl., 2005; Arnór Snorrason, 2006) Talan
4,4 er lágt reiknað meðaltal yíir vaxtartíma skógarins, (hægt fyrst), en nokkra áratuga
lerkiskógur bindur oft >10 t CO, /ha/ári (Bjami Diðrik Sigurðsson o.fl., 2005).
Landgrœðsla
Rannsóknir sýna að með landgræðslu binst mikið magn kolefnis ef borið er saman
við bindingu almennt með svipuðum aðgerðum erlendis. Meginástæðumar em tvær,
holefnisinnihaldið er mjög lágt í byrjun og síðan sérstakir eiginleikar eldfjallajarðar, eins
°g áður var skýrt. Rannsóknir (Ása Aradóttir o.fl., 2000; Ólafur Amalds o.fl., 2000; Ása
Aradóttir o.fl. 2006) sýna að bindingin er af stærðargráðunni 0,4-1,51 C/ha/ári (x 3,67 til að
fá CO, ígildi), en hún er afar breytileg. Árleg binding vegna skráðra landgræðsluaðgerða
eftir 1990 (viðmiðunarár Kyoto bókunarinnar) gæti nú hæglega numið >160.000 tonnum
C02 (grófleg áætlun, Andrés Amalds og Anna María Ágústsdóttir, 2005). Ef landgræðsla
yrði stóraukin í samræmi við þarfir til að endurheimta landgæði þá er niðurstaðan af
stærðargráðunni 1- 2 milljón tonna (>5000 km2, 2-4 t C02/ha á ári; 200-400 t CO, /km2
a ari). Þessi binding heldur áfram mjög lengi, um hundmð ára uns nýju jafnvægi er náð
með hámarks kolefnisinnihald í yfirborðslögum, oft 2-8% C.
Breytt landnýting og/eða friðun lands
Friðun lands og bætt landnýtingu hefur í för með sér uppsöfnun lífrænna efna í jarðvegi
°g aukna frjósemi. Ef birki nemur land, þá eykst uppsöfnun kolefnisins enn frekar. Beit
er nú að minnka á stómm svæðum, auk þess sem mikið land á Suðurlandi og Vesturlandi
er tekið undir sumarhúsabyggðir. Ef minnkuð beit leiðir til þess að lífrænt innihald
hækkar að meðaltali um 2-3% í efstu 10 cm jarðvegs á 100 ámm, er aukningin gríðarleg
á hvem km2, eða um 1100 - 1500 t C /km2 (um 4040 - 5500 t CO, / km2) og ef miðað
er við 5000 km2 þá væri aukningin á ári um 210.000 - 280.000 t CÓýári. Þessi binding
er væntanlega þegar til staðar á stórum svæðum, en bókhaldsmál em flókin. Að auki
veldur stöðugt áfok frá hálendinu því að það grefst jarðvegur í sífellu með lífræn efni.
Stærðargráða þeirrar bindingar er væntanlega 200-500.000 t CO, á ári fyrir landið allt
('niðað við 0,5 mm þykknun á ári að meðaltali með 4-8% C, en 0,4-0,7 g/cm! rúmþyngd
°g allt gróið land), en ekki er ljóst hvort færi ætti slíka bindingu til bókar samkvæmt
Ryoto bókuninni.
Onnur landnýting, votlendi o.fl.
Rannsóknir Jóns Guðmundsson og Hlyns Óskarsson (2005 og munnl. heimild) sýna
að illa farið land sem og votlendi eru að gefa frá sér gríðarlegt magn GHL, jafnvel á