Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 466
464 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
sama skala og öll iosun á íslandi, eins og fyrr sagði. Votlendi eru talin losa nú um 1,2
- 2,3 M tonna C02 árlega (Hlynur Oskarsson, 1998), en í skýrslu til rammasamnings
Sameinuðu þjóðanna er losun vegna landnýtingar áætluð vera um 1,8 M tonna C02 frá
framræstum votlendum (Umhverfisráðuneytið, 2006). Þar er gert ráð fyrir sjálfgildum
úr leiðbeiningum samningsins (IPCC, 2003). Ekki er í þeim tölum gert ráð fyrir neinni
losun frá illa fömu landi. Ofangreindar rannsóknir benda til að losun úr framræstu
votlendi og illa fömu landi geti verið mun meiri en það sem gert er ráð fyrir í þessum
skilum til samningsins (Jón Guðmundsson, munnl. heimild). Þessar upplýsingar setja
ranga notkun lands og framræslu votlendis í athyglisvert umhverfisfræðilegt samhengi
við t.a.m. stóriðjuframkvæmdir, þar sem losun vegna röskunar á landi er mun meiri en
allra stóriðjuveranna. Enda þótt losun þessara svæða sé mikil, þá verður að hafa í huga að
hún var væntanlega enn meiri um 1990, sem er viðmiðunarárið sem miða skal minnkun
losunar GHL við samkvæmt loftslagsamningnum. Ljóst er að það er erfitt að skrá losun
og bindingu á þessum svæðum vegna þess hve margbreytileg þau eru, en það er þó hægt
með ýmsum aðferðum. Nú er unnið að því að þróa við Landbúnaðarháskóla Islands
aðferðir til að halda utan um kolefnisbúskap þessara svæða fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins.
Um leið er stefnt að því að koma fram með heildstæða mynd af kolefnisbúskap landsins,
m.a. bindingu og losun helstu vistkerfa og landbótaaðgerða.
Niðurstaða og umræður
Heildamiðurstaða af þessari umljöllun er sýnd í 1. töflu. Niðurstaðan er sú að mögulegt
er að binda 2,2 - 4,3 M t C02 á ári á Islandi með landgræðslu og skógrækt, friðun lands
og breyttri landnotkun.
1. Tafla. Gróflega reiknuð möguleg binding kolefnis sem CO, ígildi um miðja öldina.
Aðgerð
Skógrækt
Landgræðsla
Friðun
Önnur landnýting
SAMTALS
Binding t CO , / ári
1-2 M tonn
1-2 M tonn
0,2-0,3 M tonn
0*
2,2-4,3 M tonn
*: Taka m.a. til svæða sem nú em að losa. Með mótvægisaðgerðum væri er hægt að telja fram háa
tölu til Kyoto hluta loftslagssamnings S.þ., en réttara markmið er að stefna að engri losun, ekki
aðeins hlutfallsleg minni losun miðað við árið 1990. Því er talan á þennan lið settur á 0 enn sem
komið er. A móti kemur að átak í útbreiðslu náttúmskóga, sem ekki er talin með nýskógrækt gæti
hæglega skilað 200-400.000 t CO, bindingu á ári.
Ymis verð hafa verið reiknuð á kolefniskvóta, sem gæti t.d. verið um 1000 kr. á t CO,
ef miðað er við hóflegt erlent markaðsverð (er nær 1700 kr, en fer lækkandi, sjá Amór
Snorrason, 2006). Árlegur hagnaður af bindingu út frá þeirri forsendu er því um 2-4
milljarðar kr. á ári, en allt að 7 milljörðum ef miðað er við hærra verð. En þá er ekki
færður til bókar annar umhverfislegur hagnaður. Með landbótum má bæta framleiðni í
laxveiðiám og auka við fjölda þeirra; vatnsmiðlun gjörbreytist, m.a. á virkjanasvæðum
sem getur haft verulegan hagrænan ávinning. Nefna má aðra þætti svo sem útvist,
ferðamennsku, skjól, dýralíf og veiði, aukna tegundafjölbreytni,virðisauka á landi,