Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 473
471 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
nokkrum leiðum. Það getur losnað úr deyjandi rótum og rótarhnýðum (Laidlaw et al.,
1996) og nitursamböndum getur verið seytt út úr rótum og þau síðan tekin upp af annarri
plöntu (Paynel, et al., 2001). Auk fyrrgreindra flutningsleiða er svepprót talin hafa
hlutverki að gegna þó svo að mikilvægi hennar sé ekki fullrannsakað (Zhu et al., 2000).
Erfitt er að mæla neðanjarðarflutning á nitri. Jarðvegurhefur verið vökvaður með l5N (soil
isotope dilution techniques) (Vallis, et al., 1967), náttúrulegt magn af 15N í andrúmslofiti
(natural 15N abundance) (Shearer & Kohl, 1986) og merkingar á einstökum plöntum
með beinum hætti (direct plant labelling) (Ledgard, et al., 1985) eru allt aðferðir sem
hafa verið notaðar í slíkum rannsóknum. Aðeins er þó hægt að rannsaka gagnkvæman
flutning milli tegunda, þ.e. frá belgjurt yfir í gras og öfugt, með því að notað aðferðina
sem felur í sér að merkja einstaka plöntur með beinum hætti.
Lífræn og ólífræn efnasambönd geta losnað frá rótum í jarðveg (e. rhizodeposition) bæði
vegna rotnunar og útseytis frá rótum (Hertenberger & Wanek, 2004). 1 gegnum þetta ferli
verða nitursambönd aðgengileg fyrir frekara niðurbrot (e. mineralization) í jarðveginum
og framangreind losun á efnum frá rótum er því ein af þeim meginferlum sem hafa
áhrif á aðgengi niturs í jarðvegi (Heal et al., 1999). Hlutfall niturs í jarðvegi sem losnar
frá rótum (%Ndfr) getur verið breytilegt eftir tegundum (Hogh-Jensen & Schjoerring,
2001).
Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla gagnkvæman flutning á nitri milli hvítsmára
(Trifolium repens L. cv. Norstar) og vallarsveifgrass (Poa pratensis L. cv. Fylking) yfir
eitt vaxtartímabil með því að merkja blöð einstakra plantna með 15N auk þess sem losun
á nitursamböndum frá rótum í jarðveg var mæld fyrir báðar tegundirnar.
Efni og aðferðir
Gagnkvæmur fl utningur á nitri neðanjarðar milli hvítsmára og vallarsveifgrass í smáratúni
var mældur sumarið 2003 með merkingu einstakra plantna með 15N. Plasthólkar, 30 sm
í þvermál, voru reknir 30 sm niður í þriggja ára smáratún. I hverjum hólki voru annað
hvort smára- eða grasplöntur merktar með því að dýfa einu smárablaði eða nokkrum
grasstráum á kaf í 1 ml af auðgaðri 15N þvagefnislausn. Blöðin voru höfð í lausninni í
nokkra daga í senn í litlum glösum sem voru lokuð til að hindra að regnvatn kæmist að
og til að lágmarka uppgufun á vökvanum.
Mismunandi reitir voru klipptir Qórum sinnum yfir sumarið með tveggja vikna millibili
(Hl, 30. júní; H2, 14. júlí; H3, 28. júlí; H4, 12. ágúst). Endurvöxtur (H5, 12. ágúst) var
tekinn af þeim reitum sem fyrst voru klipptir. Sýni voru þurrkuð, möluð og efnagreind
fyrir 15N og heildar N. Endurtekningar voru ljórar.
Eftir hvem slátt vom rörin grafin upp og jarðveginum úr þeim skipt í tvo hluta, 0-10 sm
og 10-30 sm. Jarðvegssýni vom efnagreind fyrir 15N og heildar N.
Flutningur (%Ntrans) milli tegunda var reiknaður út með eftirfarandi jöfnu (dæmi sýnt
fyrir flutning frá hvítsmára merktum með l5N yfir í ómerkt gras):