Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 479
477 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
þessara efna og rannsóknir á því hafa sýnt að það hjálpar plöntum til að þola osmótískt
álag, hvort sem það er af völdum þurrks, seltu eða frosts (Taiz & Zeiger 2002).
Glycinebetaine er tiltölulega ódýrt og auðfengið efni t.d. er það aukaafurð við
sykurvinnslu úr sykurrófum. Hægt er að leysa það upp í vatni og úða eða vökva plöntur
með því. Efnið er þá tekið upp og flyst hratt um alla plöntuna. Þannig hefur verið hægt
að auka þol plantna fýrir osmótísku álagi hjá tegundum sem þoldu álagið illa (Makela
et.al. 1999). Mögulega getur vökvun með glycinebetaine fyrir gróðursetningu hjálpað
trjáplöntunum yfir erfiðasta hjallann og dregið úr afföllum fyrsta sumarið.
Síðastliðin ár höfum við gert tilraunir með glycinebetaine á þurrum vikrum og
lúpínubreiðum í Þjórsárdal. í þessum tilraunum hafa birkiplöntur (Betula pubescens)
fengið mismunandi meðferðir fyrir og við gróðursetningu, s.s. áburð, svepprótarsmit
og hormóna auk mismunandi skammta af glycinebetaine. Ef glycinebetaine dregur
úr afföllum, er fundin ódýr, einföld og vistvæn leið til að auka lifun nýgróðursettra
trjáplantna, sem fellur vel að núverandi aðferðum í plöntuuppeldi og útplöntun. I
tilrauninni, sem hér greinir frá, voru ungar birkiplöntur vökvaðar með glycinebetaine-
lausnum í gróðrarstöð síðsumars og gróðursettar vorið eftir.
Efni og aðferðir
Birkiplöntur voru aldar upp gróðurhúsi án raflýsingar í 150 cm3 fjölpottabökkum.
Hitastigi var haldið um 15°C yfir daginn en 10°C yfir nóttina. í ágústmánuði voru
plöntumar vökvaðar þrisvar í viku með 1,4 mS áburðarblöndu, 0,5 litra í hvem bakka
(Kekkila nursery stock Superex, NPK 19-4-20 (http//:kekkila.fi)). Út í vökvunarvatnið
var bandað mismiklu af glycinebetaine. Styrkur þess var 0,1, 0,5, 1,0 og 5,0 mM auk
viðmiðunarhóps sem fékk einungis vökvunarvatn. Bökkunum var raðað af handahófi
á borð. Tilraunin var endurtekin á fimm borðum. í hverjum bakka vom 18 plöntur og
því samtals 90 plöntur í hverri meðferð. Um veturinn vom plöntumar geymdar útivið í
bökkunum.
Vorið eftir voru þær gróðursettar á gróðursnauðum, þurrum vikrum í Þjórsárdal.
Tilraunaskipulagið úr gróðurhúsinu var látið halda sér, þannig að plöntur af borði 1 í
gróðurhúsinu fóm í blokk eitt, í sömu röð og þeim hafði verið raðað upp í gróðrastöðinni.
Plöntumar vom gróðursettar með um 0,5 m millibili. Engin jarðvinnsla var notuð. Lifun
plantnanna var athuguð fyrsta haustið.
Tölfræðiforritið STATISTICA software, Kemel release 5.5 A (StatSoft, Inc., Tulsa, OK)
var notað við tölfræðigreiningu gagnanna. Kmskal-Wallis próf var notað við samanburð
á tölfræðilegri marktækni í lifun milli tilraunaliða.
Niðurstöður
Glycinebetaine jók marktækt lifun birkiplantna (Kmskal-Wallis próf: H(4, N - 450)
= 11,48, P = 0,022, Mynd 1). í viðmiðunarhópnum lifðu 58% plantna fyrsta sumarið
en 76% í þeim meðferðarhóp (1,0 mM glycinebeaine), sem lifði best, eða 18 /> lifun
umfram viðmiðunarhóp.