Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 492
490 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
sem eina heild og huga að tengingum milli
svæða og leggja drög að innihaldi. Tengingar
eru nú þegar komnar milli t.d. miðbæjar
Reykjavíkur, Öskjuhlíðar, Elliðaárdals og
Heiðmerkur, en fleiri tengingar þarf að
styrkja og gera sýnilegar (Starfshópur SSH,
2006).
Jafnframt því að skipta landinu upp í heildir,
má flokka gildi lands í þrjá þætti; félagslegan,
markaðslegan og svo líffræðilegan og
taka þarf tillit til allra þessara þátta við
skipulagningu lands. Þessir þrír þættir vinna
ekki alltaf saman heldur geta keppt um landið
sín á milli, en líka er hægt að láta þau styrkja
hvort annað. (Kaiser, 1995).
Mynd 2. Grænir geirar (Svæðaskipulag fyrir
höfuðborgarsvæðið 2001-2024)
Eignarhald er þáttur sem er á margra höndum, ekki bara sveitarfélaga, heldur líka ríkisins,
félagasamtaka og einstaklinga. Eftirspum eftir byggingarlandi er mikil og getur verið
erfitt að fá land undir græn svæði í samkeppni við þá sem sjá tækifæri í uppbyggingu
byggðar á sama svæði. Einnig er afar freistandi fyrir sveitarfélög að ganga á græn svæði
og þjóna markaðsöflunum hverju sinni.
Með tilliti til þess hve höfúðborgarsvæðið er „lítið“ hefúr krafan um aðgengilegt
útivistarsvæði ekki verið eins aðkallandi. Ekki er langt síðan það fór að myndast
eiginlegt borgarsamfélag, þar sem íbúamir hafa ekki aðgang að sveitunum eins og áður.
(Starfshópur SSH, 2006).
Þörf er fyrir hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins að komast í nálægð við náttúruna innan
borgarmarkanna eða við þau. Erlendar rannsóknir sýna að ekki er þörf á að þama sé
samfellt skóglendi heldur skógarteigar, trjálundir, opin svæði og stígar, en svo væm
grænir geirar sem teygðu sig niður í þéttbýlið og er Elliðaárdalurinn gott dæmi um þess
háttar grænan geira. í landnýtingaráætlunum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
er 100 metra hæðarlína yfir sjó gjaman höfð til viðmiðunar, sem mörk byggðarinnar
(Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson, 1996). í verkefninu verða þessi mörk skoðuð
og fjallað nánar um það.
T.d. er ekki langt síðan að Norðlingaholt var ekki talið fýsilegt byggingasvæði sökum
þess hve vindasamt væri þar auk þess sem það lægi á sprungusvæði, en með aukinni
kröfú um byggingarland hafa mörk byggðarinnar færst ofar. Mjög hröð uppbygging
borgarsvæða býður upp á margfoldunaráhrif á afleiðingum stækkunarinnar, þetta á
við um allar afleiðingar bæði efnahagslegar, félagslegar og þau áhrif sem þetta hefur á
náttúmna (Hartshom, 1992).
Niðurstöður og umræður
Höfúðborgarsvæðið hefúr tekið vaxtakipp síðasta áratug og þá helst allra síðustu ár.
Þróun borga er í takt við samfélagið á hverjum tíma, nú á tímum bættra samgangna og