Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 508
506 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Hver myndeining yíirborðsflokkunarinnar, sem er á rastaformi, er 15 x 15 m og var
flatarmál gróins lands reiknað út frá fjölda myndeininga sem stóðu fyrir gróið land (land
í viðkomandi gróðurflokkum, 1. tafla).
Tekið er fram að land með lágplöntuskán kemur ekki fram sem „gróið land“, ef blaðgræna
er takmörkuð á yfirborðinu. Æskilegt væri að gera sérstaka úttekt á útbreiðslu á slíku
landi, sem er t.d. algengt þar sem land er að gróa saman að nýju.
„Gróið land“ er að líkindum ofmetið þar sem flokkamir „rýrt mólendi“ og „mosavaxið
land“ taka til lands sem getur verið nokkuð rofið (dílarof) og því getur hlutfall gróna
landsins verið lægra en gróðurfarsþekjan gefur til kynna. Rofdílar em smá göt í
gróðurþekjuna, oft innan við 2 m2 að flatarmáli. Gerð var tilraun til að reikna umfang
dílarofs á gmndvelli jarðvegsrofsgagna RALA og L.r. (Ólafur Amalds o.fl. 1997). Á
íslandi þekur land með dílarofi 28 700 km2. Land með dílarof sem flokkast til rofflokka
2, 3,4 og 5 (nokkurt, talsvert, mikið og mjög mikið rof) þekur um 76% af dílarofnu landi,
eða um 21 600 km2. Sé miðað við að rofdílar þeki að meðaltali 10 - 20% af gróðurhulu
getur skekkjan verið um 2-4 000 km2, þ.e. ofmat gróðurhulu miðað við þær forsendur
sem Ingvi Þorsteinsson (1978) notaði til gmndvallar. Við teljum hins vegar réttara að
telja allt þetta land gróið, enda þótt landið sé að hluta töluvert götótt sökum dílarofs.
„Hálfgróið land“ telur svæði með allt að 50% gróðurþekju, og sú ákvörðun var tekin
hér að flokka það með „lítt grónu landi". „Hálfgróin“ svæði á landinu öllu samkvæmt
greiningu Nytjalands eru um 17 000 km2, og sé slíkt land að meðaltali 10-40% gróið
í heildina er hér um að ræða 2 - 7 000 km2, sem er svipuð stærðargráða og skýrð var
fyrir rofdíla áður, (vega upp á móti hvom öðru), en við teljum ekki rétt að telja land af
þessu tagi sem gróið land í samantekt sem þessari enda þótt einhver gróður sé á þessu
landi. Öðra máli gegnir um rofið land þar sem melar og gróið land fara saman, en
gróðurgreining Nytjalands nær að skilja þar vel á milli (15 m upplausn) og býður upp á
aðgreiningu sem erfitt hefði verið að ná með vinnslu á loftmyndum með þeim aðferðum
sem notaðar vom við gróðurkortlagningu (Gylfi Már Guðbergsson 1980), áður en
stafræn tækni kom til sögunnar.
Sem fyrr sagði hafa um 80% landsins verið kortlögð, en nokkur stór svæði á hálendi
landsins, Reykjanesi og Homströndum hafa ekki verið flokkuð. Þá hefur skýjafar á
gervitunglamyndum sett strik í reikninginn í flokkuninni á nokkrum svæðum. Til þess
að ná fram upplýsingum fyrir þessi svæði sem á vantar vom notaðar upplýsingar af
fyrrgreindri Gróðurmynd (LMÍ 1993). Hinir sjö flokkar myndarinnar em notaðir til að
tilgreina „gróið land“, „lítið gróið land“, „vatn“ og „snjó/jökla“ (2. tafla), til að fá sams
konar gmnn og tilgreindur er í 1. töflu. Gróðurmyndin af Islandi samanstendur af 100
metra myndeiningum og var flatarmál gróðurhulu reiknað út frá fjölda myndeininga á
þeim svæðum sem yfirborðsflokkun Nytjalands nær ekki yfir, auk snævar og jökla.
2. tafla. Flokkar Gróðurmyndar af Islandi
Flokkar Gróðurmyndar Gróðurhula
Vel gróið land, allvel gróið land, fremur rýrt land Gróið land
Gróið land/litið gróið
land
Lítið gróið land
Rýrt land*
Melar og urðir, sandar og hraun