Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 509
507 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Vatn Vatn
*„Rýru landi“ var skipt á milli „gróins“ og „lítt gróins lands“
til helminga byggt á skiptingunniþar sem þessarþekjur ná saman
(um 80% landsins), enþar dreifist „rýrt land“ á „gróið" og „lítið
gróið “ nánast til helminga.
Snjór/joklar Snjór/jöklar
Þau 68% landsins sem eru til grundvallar útreikningum gróðurflokkunar Nytjalands á
gróðurhulu skiptast þannig (3. tafla) að „gróið land“ er rúmir 40 000 km2, „lítið gróið
land“ 27 000 km2 og „vatn“ tæpir 2 000 km2. Landflokkar á svæðum utan Nytjalandsf
lokkunarinnar þar sem Gróðurmynd af íslandi er notuð skiptast þannig að „gróið land“
þekur 4 700 km2, „lítið gróið land“ tæpa 17 000 km2, „vatn“ 600 km2 og ,jöklar/snjór“
11 000 km2.
3. tafla. Hlutdeild landflokka sem flokkun Nytjalands og Gróðurmyndar tekur til
Landflokkar Nytjaland (68% landsins)
FlatarmáI (km2) Hlutfall (%)
Gróið land 40.700 58,4
Lítið gróið Iand 27.000 38,8
Vatn 2.000 2,8
Snjór/jöklar
Samtals 69.700 100
Gróðurmynd (32 % landsins)
Flatarmál (km2) Hlutfall (%)
4.700 14,2
16.800 50,7
0.600 L7
11.100 33,4
33.100 100
Niðurstöður og umræður
Heildarflatarmál „gróins lands“ á íslandi var fundið með því að leggja saman niðurstöður
Nytjalandsflokkunar (fyrir um 68% landsins) og Gróðurmyndar af íslandi (fyrir um 32%
landsins, einkum auðnir á hálendi og jöklar) sem sýndar eru í 3. töflu, og er niðurstaðan
sýnd í 4. töflu. „Gróið land“ á íslandi er samkvæmt þessum niðurstöðum rúmir 45 000
km2, eða rúm 44% af yfirborði landsins. „Lítið gróið land" þekur alls tæp 44 000 km2,
eða 42,6%. Segja má að þegar vatn, snjór og jöklar eru frádregnir, þá sé landið um það
bil hálfgróið.
4. tafla. Gróðurhula á íslandi samkvæmt gögnuin Nytjalands og Gróður-myndarinnar
Landflokkar Flatarmál (km2) Hlutfall (%>)
Gróið land 45.400 44,2
Lítið gróið land 43.800 42,6
Vatn 2.500 2,5
Snjór/jöklar 11.100 10,8
Samtals 102.800 100
Ljóst er að þessi tala sem hér er birt, 44,2% gróðurhula, er umtalsvert hærri en sú tala
sem oftast er notuð til viðmiðunar: 25% eða fjórðungur landsins. Hafa verður í huga það sem sagt var í upphafi máls að forsendur á þessum útreikningum eru nokkuð aðrar