Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 510
508 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
og því er þess að vænta að niðurstöður séu með öðrum hætti. Upplýsingar sem dregnar
voru fram af kortum herforingjaráðsins (grunnur að landakortum af Islandi enn þann
dag í dag) voru vafasamar, þar sem það var augljóslega ekki tilgangur hinna dönsku
kortagerðamanna að afla áreiðanlegra upplýsinga um gróður. Þó er merkilegt að sé
það gert (Bjöm Jóhannesson 1961 að hluta) og var niðurstaðan nærri fjórðungur, eða
nærri þeirri tölu sem oftast hefur verið notuð. Ingvi Þorsteinsson og samverkamenn
notuðu mun ítarlegri gögn, en þau vom ekki tiltæk fyrir landið allt (um 28% landsins
útgefin á gróðurkortum um 1980, Gylfi Már Guðbergsson 1980), en mun meira var þó
kortlagt og óútgefið. Einn cm2 á gróðurkortunum i mælikvarða 1:40 000 samsvarar 16
ha á jörðu niðri, á meðan hver 15 x 15 m reitur er kannaður með stafrænni notkun
gervitunglamyndanna. Með stafrænni tækni fá litlir gróðurblettir vægi, jafnvel mun
minni en þeir sem em 15 x 15 m, því stafræna tæknin tekur meðaltal endurkasts af
þessum reit. Þetta veldur einnig umtalsverðri jaðarskekkju við gróðurlendi (öll einingin
á mörkum gróðurlendis er talin gróin). Þessi skekkja er sérstakt rannsóknarefni sem ekki
er tekið á nú, en við teljum ekki að hún skýri nema að litlum hluta þann mun sem er á
milli 25% og 44% gróðurhulu eftir því hvaða aðferðum er beitt.
Það er eðli þekkingar á náttúru landsins að hún tekur framfömm og breytist. Nýjar
eða bættar upplýsingar kasta í engu rýrð á eldri niðurstöður sem fengnar em eftir þeim
aðferðum sem tiltækar vom áður. Mikilvægt er að nýta bestu náttúrufarsgögn hverju sinni
til að varpa ljósi á hlutfall gróins lands á Islandi. Mat á stærð gróins lands á Islandi fer
eftir þeim forsendum sem gefnar em, en gróðurflokkun Nytjalands era bestu heildstæðu
gögnin sem til em af gróðurhulu Islands í dag.
Heimildir
Bjöm Jóhannesson, 1960a. The Soils of Iceland. With a generalized soil map. Atvinnudeild Háskólans,
Ritröð B nr. 13. Reykjavík.
Fanney Osk Gísladóttir og Sigmar Metúsalemsson, 2004. Notagildi Nvtialands í landbúnaði.
Frœðaþing landbúnaðarins 2004: 293-296.
Gylfi Már Guðbergsson, 1980. Gróðurkortagerð. Islenskar landbúnaðarrannsóknir 12,2: 59-83.
Hákon Bjamason, 1942. Abúð og örtröð. Endurprentuð 1994 í: Gróður, jarðvegur og saga. Rit Landverndar
10, 53-79.
Ingvi Þorsteinsson, 1972. Gróðurvemd. Rit Landverndar 2, 128 bls.
Ingvi Þorsteinsson, 1978. Gróður og landnýting. Lesarkir Landverndar 3, 47 bls.
Landmælingar Islands, 2004. Hagur landbúnaðarins. Almennt um landið. Bls. 16-18. Hagþjónusta land-
búnaðarins. Vefsíða: http://www.hag.is/pdf/kaflar/kafl2.pdf siða skoðuð 21.12.2006.
LMÍ, 1993. Landmælingar íslands, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins. Gróður-
mynd af íslandi, 1:600.000, Reykjavík.
Ólafúr Amalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Asgeir Jónsson, Einar Grétarsson og
Amór Amórsson 1997. Jarðvegsrof á Islandi. Reykjavík: Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun land-
búnaðarins.
Ólafur Amalds, Jóhann Þórsson og Elín Fjóla Þórarinsdóttir, 2003. Landnýting og vistvæn framleiðsla
sauðfjárafurða. Fjölrit RALA nr. 211. Reykjavík, Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Sigmar Metúsalemsson og Einar Grétarsson, 2003. Nvtialand - Gróðurflokkun. Ráðunautafundur
2003:260-263.