Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 515
513 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
r
Isig - áhrif landgræðslu og árstíma
Berglind Orradóttir og Ólafur Amalds
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Inngangur
Hér á landi einkennir gróðureyðing og jarðvegsrof mörg vistkerfi (Ólafur Amalds o.fl.,
1997). Það hefur í för með sér breytingar á mikilvægum vistferlum, svo sem vatnsbúskap
og kulferlum. Með landgræðsluaðgerðum er reynt að endurvekja eða styrkja þessi ferli.
A Geitasandi á Rangárvöllum er unnið að rannsóknaverkeíninu Vistlandi. Það hófst
árið 2005. Þar er fylgst nákvæmlega með breytingum á vistferlum og uppbyggingu
jarðvegsþátta við þróun landgræðslusvæðis, ásamt mælingum á gróðurfari o.fl. þáttum
(Berglind Orradóttir o.fl., 2006a). Hér em kynntar almennar niðurstöður byggðar á hluta
þeirra mælinga sem gerðar em á vatnsbúskap og kulferlum.
Mælingar
Rannsóknimar fara fram á svokölluðu „Landbótarsvæði”, sem er rannsóknasvæði á
Geitasandi á Rangárvöllum. Þar var komið upp landgræðslutilraun árið 1999 með 10
mismunandi landgræðslumeðferðum í fjórum endurtekningum, eða alls 40 tilraunareitir.
Hver þeirra er 1 ha að flatarmáli (Ása L. Aradóttir & Guðmundar Halldórssonar, 2004).
Vistland tilraunimar fara fram í viðmiðunarreitum og tveimur tilraunameðferðum: (i)
grassáningu og áburðargjöf (kallað ,,grasmeðferð“) og (ii) birkieyjum í grassáningu með
áburðargjöf (kallað ,,birkimeðferð“), auk þess sem mælingar á nokkmm gróðurfars- og
jarðvegsþáttum fara fram í öllum 40 reitunum.
Isig (e. infiltration rate) er mikilvægur þáttur í vatnsbúskap vistkerfa, en það er
mælikvarði á hve hratt vatn streymir inn í jarðveg frá yfirborðinu. Sé ísigshraði lítill, er
hætta á afrennsli á yfirborði í rigningartíð og þýðu, sem aftur hefur áhrif á nýtni vatns á
staðnum, hættu á flóðum, vatnsrofi o.fl. ísigsharði er góður mælikvarði á getu vistkerfis
til að taka við úrkomu og leysingavatni (sjá Berglind Orradóttir o.fl., 2006b), en þessi
eiginleiki endurspeglar ennfremur ýmsa aðra þætti jarðvegsins. Isig var mælt sumarið
2005 og í mars 2006 í sérstökum ísigshólkum (e. cylinder infiltrometer; Bouwer, 1986).
Þetta eru 30 cm löng rör sem komið var fyrir í yfirborði jarðvegs þannig að um 5 cm
standa uppúr, alls 15-16 rör í hverri meðferð. ísigið er mælt með því að hella vatni ofan
í hólkana og vatnið sem sígur niður er mælt á 5 mín fresti í eina klukkustund eða þar til
jafnvægi er náð. ísigið er reiknað sem meðaltal þriggja mælinga eftir að jarðvegurinn
hefur mettast (eftir lágmark 45 mín).
Dýpi og gerð jarðvegsklaka var metin við hvem hólk þegar ísigsmælingar vom gerðar í
mars2006. Klakinnvarflokkaðuríþrjárgerðir: Þéttur jarðvegsklaki (e. concrete frost),
gljúpurjarðvegsklaki (e. porous frost) og gegndræpur jarðvegsklaki (e. porous concrete
frost), sjá nánari umfjöllun í grein Berglindar Orradóttur o.fl. (2006b).