Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 517
515 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
2. mynd. Meðalísigs-hraði (+ staðalskekkja)
í viðmiðun, gras- og birkimeðferð á Geita-
sandi sumarið 2005 og í mars 2006.
Lítill ísigshraði að vetri vegna jarðvegsklaka getur leitt til vatnsaga í úrkomutíð og
hlákum, en slíkar aðstæður mynduðust t.d. á sandinum í desember 2005. Þá var
jarðvegsyfirborðið þiðið en frost undir sem virtist ógegndræpt óháð uppgræðslumeðferð.
Þar sem dældir voru í landinu stóð allstaðar vatn og ófrosinn yfirborðsjarðvegurinn var
vatnsmettaður. Mikill vatnsagi var í reitum þar sem land er marflatt, en vatn rann undan
halla og höfðu lækir myndast víða. Við svona aðstæður getur afrennslisvatnið borið með
sér jarðvegskom og næringarefni sem tapast þá úr vistkerfinu. Jafnframt getur verið
hætta á flóðum við svona aðstæður, líkt og urðu á Suðurlandi í desember 2006, en lítið
ísig vegna klaka í jarðvegi skýrir að hluta slík flóð.
Gróður hefur margvísleg jákvæð áhrif á ísig, m.a. með því að bæta jarðvegsbyggingu
og auka holuiými í jarðveginum. Jafnframt myndast þéttur jarðvegsklaki síður þar sem
gróður er og snjór safnast fyrir. Telja má líklegt að gróður þurfi að verða hávaxnari og
þéttari áður en hann fer að hafa jákvæð áhrif á jarðvegsklaka, m.a. með því að breyta eðli
jarðvegsins, en sumarið 2005 mældist heildarþekja gróðurs í ísigsrömm 70,9 ± 6,8% í
grasmeðferð, 71,7 ± 4% í birkimeðferð og 11 ± 6,6% í viðmiðun.
Markmið mælinganna á tilraunasvæðinu á Geitasandi er m.a. að kanna hve hratt mikilvægir
jarðvegseiginleikar þróast. Þegar em greinileg jákvæð áhrif uppgræðslumeðferða á ísig
að sumarlagi. En ljóst er að jarðvegur hefur ekki mótast það mikið eftir 6 ára uppgræðslu
að það hafi afgerandi áhrif á ísig og ísmyndun við þær aðstæður sem ríktu þar síðastliðinn
vetur, en þó em vísbendingar um öra jarðvegsmyndun samkvæmt mælingum á öðmm
jarðvegsþáttum, svo sem sýmstigi og lífrænu innihaldi (Vistland, óbirt gögn).
Heimildir
Asa L. Aradóttir & Guðmundur Halldórsson, 2004. Uppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum. Frœðaþing
landbúnaðarins 2004:86-93.
Berglind Orradóttir, Ólafúr Amalds & Ása L. Aradóttir, 2006a. Þróun vistkerfa við landgræðslu. Mælingar-
nar á Geitasandi Fræðaþing landbúnaðarins 2006.
Berglind Orradóttir, Ólafur Amalds & Jóhann Þórsson, 2006b. ísig vatns í jarðveg: Áhrif gróðurs og frosts.
Fræðaþing landbúnaðarins 2006.
Bouwer, H., 1986. Intake rate: cylinder infiltrometer. In Klute, A. (ed.), Methods of Soil Analysis. Part I.
Physical and Mineralogical Methods. Madison, WI: American Society of Agronomy, Inc., Soil Science
Society of America, Inc., 825-844.
Ólafiir Amalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir Jónsson, Einar Grétarsson &
Amór Árnason, 1997. Jarðvegsrof á íslandi. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
157 bls.