Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 519
517 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
af hverri tegund matvæla var skipt í tvo flokka. Lambakjöt var annars vegar fengið
af Norðurlandi í sláturhúsinu á Húsavík en hins vegar af Suðurlandi í sláturhúsinu á
Selfossi. Öðrum landbúnaðarafurðum var skipt í flokka með tilliti til fóðrunar. Sýni
af kjúklingum og eggjum voru afurðir fugla sem annars vegar höfðu fengið fóður frá
Fóðurblöndunni (FB) en hins vegar frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur (MR, nú Lífland).
Þar sem algengt er orðið að svínabændur blandi fóður sitt sjálfir voru flokkar svínakjöts
annars vegar byggðir á heimablönduðu fóðri og hins vegar á FB fóðri. Sýni af mjólk voru
hrámjólk tekin beint úr mjólkurtanki bænda og er mjólkin dæmigerð fyrir framleiðslu
viðkomandi býlis. Mjólkursýnin voru valin annars vegar frá framleiðendum sem notuðu
lítið af fóðurbæti og hins vegar frá framleiðendum sem notuðu umtalsvert af fóðurbæti.
Sýni af svínakjöti voru sneið úr hrygg en sýni af lambakjöti voru úr læri. I kjúklingasýni
voru einungis notaðar skinnlausar bringur. Fyrir allar afurðir var aflað þriggja sýna úr
hvorum flokki. Hvert sýni af svínakjöti, kjúklingakjöti og eggjum var hægt að rekja til
eldishóps.
Mæling joðs fór fram hjá Efnagreiningum Keldnaholti. Beitt var basískri þurröskun
sýnisins og var lokamæling byggð á joðíð-hvataðri sundrun þíósýanats með nítríti og
nítrati í svokallaðri Sveikina-efnabreytingu. Við mælinguna var notaður Ijósgleypni-
mælir og var rautt myndefni mælt við 450 nm. Heimtur á viðbættu joði í sýnum vom
betri en 90%. Mæld vom viðmiðunarefni með þekkt joðinnihald og vom mæliniðurstöður
fullnægjandi.
Niðurstöður
11. töflu koma fram niðurstöður mælinga á joði í landbúnaðarafurðum. Athygli vekur að
styrkur joðs í svína-, kjúklinga- og lambakjöti er svipaður, að jafnaði um 3 pg/100g af
kjöti. Mun meira mældist af joði í hrámjólk og eggjum en í kjöti og kemur fram munur
eftir fóðurflokkum. Að meðaltali mældist tvöfalt meira joð í mjólk frá framleiðendum
sem notuðu umtalsvert af fóðurblöndum en hjá þeim sem notuðu lítið af þessum
blöndum. Sýnataka á mjólk fór einungis fram síðari hluta sumars og því liggja ekki
fyrir upplýsingar um mögulega árstíðasveiflu fyrir joð í mjólk. Engu að síður gefa
niðurstöðurnar upplýsingar um það hve breytilegt joð í mjólk getur verið á þessum
árstíma. Niðurstöðumar em í samræmi við erlendar upplýsingar þar sem kemur fram að
hægt er að auka joðinnihald eggja og mjólkur með joðbætingu fóðurs en styrkur joðs í
kjöti breytist lítið (Haldimann o.fl. 2005).
1. tafla. Niðurstöður mælinga á joði og vatni í landbúnaðarafurðum (meðaltal + SD, n=3).u
Sýni Sýnaflokiau: Joð pe IðOsvotvist Vatn s/i00s
S%’inalgöt FB fóöur 3,5 ±1,7 73,8 ±0,6
Hetmablandaö fóóur 2,5 ±1,4 74,1 ±0,3
KiúJJins ájrinsur FB fóður 2.2 ±0,2 75,1 ±0,5
MRfóður 2,711,0 74,7 ±0,5
Egg FB fóður 30,7 + 25.4 75,4 ±1,1
MRfóður 22,6 + 2,1 75,2 ± 0,9
Krámjólk Takmöflnaó fóðurbættsgjöf 9,3 ±0,9 87,0 ± 0,4
Umtalys-erð fóðurbætissjöf Í9,4±8,l 87.1 xö,2
Lambakjöt Norðurland 54 + 6,5 71,3 ± 1,4
Suóurland 34 ±0,3 72,5 ±0,4
11 ítarlegar niðurstöður: Ólafúr Reykdal o.fl. (2006).