Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Side 520
518* Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Mælingar voru gerðar á joði í íslenskum landbúnaðarafurðum 1997 (Ólafur Reykdal o.fl.
2000). Styrkur joðs í kjöti mældist þá svipaður og nú en styrkurinn í eggjum var 57,2
pg/lOOg en nú var hann að meðaltali 26,7 pg/lOOg. Mjólkursýni eru aftur á móti ekki
sambærileg frá þessum árum en í báðum tilfellum mældist umtalsvert joð í mjólkinni,
að meðaltali 11,2 jig/lOOg árið 1997 (gerilsneydd neyslumjólk) og 14,2 |ig/l OOg nú
(hrámjólk).
Á íslandi hefur verið hefð fyrir meiri notkun fiskimjöls í fóður sláturdýra en í öðrum
löndum. Fiskur er með joðríkustu fæðutegundum og því inniheldur fiskimjöl talsvert joð.
Ríkulegt joð í íslenskri mjólk hefur verið tengt við fiskimjöl í fóðri kúnna (Laurberg o.fl.
1998) en athyglinni ekki beint að íblöndun joðs í fóðrið. Joði hefur mjög lengi verið bætt
í fóðurblöndur fyrir mjólkurkýr á Islandi og er styrkur þess nú 5 mg/kg af blöndunni.
Takmarkaðar upplýsingar eru til um joð í fiskimjöli en áætla má að joðið sem kemur úr
fiskimjöli sé minna en 10-15% af íbætta joðinu í fóðurblöndum fyrir mjólkurkýr. Þá er
gengið út frá því að fiskimjöl í fóðurblöndum fyrir mjólkurkýr sé 4-19% af blöndunni.
Því má álykta að íblandað joð í fóður skipti mun meira máli en fiskimjölið þegar litið er
á joðgjafa fyrir sláturdýr.
Dregið hefur úr notkun fiskimjöls í fóður svína og alifugla frá því joð var síðast mælt í
landbúnaðarafúrðum 1997. Þetta kann að skýra lækkun á joði í eggjum en framleiðsla
þeirra byggðist áður á mikilli fiskimjölsnotkun. Magn íbætts joðs í fóður hefúr í
aðalatriðum ekki breyst á þessu tímabili.
Erfitt er að bera niðurstöður joðmælinganna saman við erlend gögn. Joð í afúrðum
getur verið háð ýmsum þáttum og mismunur getur að einhverju leyti verið vegna ólíkra
mæliaðferða en joðmælingar eru erfiðar í framkvæmd. Gildi fyrir joð í afurðum frá
nágrannalöndunum eru ýmist hærri eða lægri en niðurstöðumar fyrir íslensku afurðimar
og því er ekki hægt að draga almennar ályktanir. Meira mælist af joði í mjólk og eggjum
í Bretlandi en hér á landi og er það væntanlega vegna mikillar íblöndunar joðs í fóður
(Food Standards Agency 2002).
Heimildir
Food Standards Agency, 2002. McCance and Widdowson’s The Composition of Foods, 6. yfirl-
its-útgáfa. Cambridge: Royal Society of Chemistry.
Haldimann, M., A. Alt, A. Blanc, K. Blondeau, 2005. Iodine content of food groups. Journal of
Food Composition andAnalysis 18: 461-471.
Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir, 2003. Hvað borða Islen-
dingar? Könnun á mataræði Islendinga 2002. Helstu niðurstöður. Rannsóknir Manneldisráðs V. Lýðheilsus-
töð.
Laurberg, R, K.M. Pedersen, Á. Hreiðarsson, N. Sigíiisson, E. Iversen & P. Knudsen, 1998. Iodine intake
and the pattern of Thyroid disorders: A comparative epidemiological study of thyroid abnormalities in the
elderly in Iceland and Jutland, Denmark. Journal of Clinical Endocrinology and Metabolism 83 (3): 765-
769.
Ólafur Reykdal, Amgrímur Thorlacius, Guðjón Atli Auðunsson og Laufey Steingrímsdóttir, 2000. Selen,
joð, flúor, jám, kopar, sink, mangan, kadmín, kvikasilfur og blý í landbúnaðarafurðum. Fjölrit Rala 204:
7-36.
Ólafúr Reykdal, Óli Þór Hilmarsson og Guðjón Atli Auðunsson, 2006. Joð, selen og kvikasilfur í kjöti,
mjólk og eggjum. Matra 06:03.