Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Síða 531
529 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
eru þar íjölmörg önnur dýr, s.s. hundar, kettir, geitur, kanínur, asnar og smáhestar og er
hægt að klappa öllum dýrunum. Gestimir geta gengið hinn svonefnda „mjólkurveg" en
það er skipulögð skoðunarferð um bújörðina. Þar hangir uppi margvíslegt kynningarefni
þar sem hægt er að finna allar upplýsingar um býlið, dýrin og mjólkurvinnsluna.
Mynd frá heimasíðu Vestervang. Oft em hinir opnu bóndabæir í Danmörku með
sveitaverslun á staðnum þar sem seldar era heimaunnar vörur.
Meðal þekktustu opnu sveitabæjanna hérlendis er líklega ferðamannaijósið í Vogum í
Mývatnssveit en þar gefst fólki kostur á að fylgjast með mjöltum o.m.fl.
Sala beint til skóla og/eða stofnunar
Sala beint frá býli til skóla eða stofnunar er verkefnaflokkur sem notið hefur mikillar
velgengni í Ameríku „farm to school“ og „local food to local institutions“. Hér ganga
verkefnin út á að mynda náin tengsl milli t.d. skóla og bónda í nágrenninu. Útfærslur
þessara verkefna geta verið á marga vegu. Ein útfærslan er bóndi sem selur mötuneyti
skóla holl og næringarrík matvæli og býður nemendunum jafnframt ýmis upplifunar- og
lærdómstækifæri með heimsóknum heim á býlið, garðyrkju- og endurvinnsluverkefnu
m.
Rekstur náttúruskóla
Auk eigin búrekstrar kann að vera áhugavert fyrir suma bændur að reka náttúraskóla þar
sem gestum býðst fjölbreytt fræðsla um náttúruna, þ.m.t. um einhver sérstök náttúra-
fyrirbrigði sem er að finna í lítilli fjarlægð. Hér getur í rauninni verið um íjölmörg
áhugaverð náttúrafyrirbrigði að ræða, s.s. steinar og bergmyndanir, grös, fuglar, ijörar,
fossar, hverir, jarðhiti, fjöll, uppgræðsla, endurvinnsla o.m.fl. Markhópar slíkrar „vöra“
geta verið íjölmargir, s.s. böm, unglingar, ferðafólk, eldri borgarar, fatlaðir, sjúkir o.fl. Þá
er hægt að hafa þetta sem nokkurra tíma og upp í einhverra daga heimsóknir. Hér mætti
t.d. hugsa sér bætta nýtingu á bændagistingu o.m.fl. Einnig gætu fleiri unnið saman að
svona verkefni, þ.e. ferðaþjónustubóndi og annar náttúrufróður aðili.
Náttúraskóli getur í rauninni tekið á sig fjölmargar birtingarmyndir, þetta getur t.d. verið
merkilegt steinasafn, fiðrildasafn, fuglasafn eða safn um gamlar vinnuaðferðir. Þetta
gæti líka verið fuglaskoðunarbýli, hreindýraskoðunarbýli eða stangveiðibýli. Þetta gæti
líka verið býli sem stundaði sjálfbæran landbúnað, uppgræðslu, skógrækt, hrossarækt,
ylrækt o.fl. Möguleikamir era margir, fara eftir búskap, staðbundnum aðstæðum,