Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 533
531 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
framleiðslunni. Bændum með lífræna framleiðslu gefst því kjörið tækifæri á að hagnýta
framleiðsluaðferðina sem lið í ferðaþjónustu.
Hundar og fjársmölun
Hundar, hundatamningar, hundasýningar, smölun með fjárhundum o.s.frv hefur notið
mikilla vinsælda bæði hérlendis og í nágrannalöndum okkar á liðnum árum.
Plöntugarðar, garðyrkja, greining tegunda o.fl
Græni geirinn hefur notið mikilla vinsælda hérlendis á liðnum árum. Vinsældimar birtast
m.a. í að gerðir em heilu sjónvarpsþættimir um það hvemig gera eigi hlutina í garðinum
heima. Það gæti því verið markaður fyrir einhverja bændur að bjóða fræðslu á þessu
sviði.
Eldamennska
A bændabýlunum em framleiddar ýmsar matvömr, s.s. mjólk, kjöt, grænmeti, korn
o.fl. Því kann að vera áhugavert að komast á námskeið á framleiðslustað matvælanna.
Ein útfærsla þessarar hugmyndar gæti verið að bændur sæju um kennslu í matseld fyrir
gmnnskólaböm í samvinnu við skólana.
Námskeið og kennsla, hópefli o.fl.
Auðvitað er kjörið að nýta býli sem vettvang fyrir námskeiðahald, hópefli fyrirtækja
o.fl. enda gefur slík staðsetning möguleika á nokkurri einangmn frá hinu daglega vafstri
atvinnulífsins. Eitt þekkt dæmi af þessum toga er ferðaþjónustan á Indriðastöðum.
Handmjólkun (kýr, kindur, geitur, merar)
I nágrannalöndum okkar hefur þetta þótt vera afar áhugavert, þ.e. að komast í svo náin
tengsl við dýrin og gamlar/sérstakar framleiðsluaðferðir. Ahuginn er væntanlega ekki
minni á stöðum þar sem unnar em framleiðsluvörur úr afurðunum
Nýsköpun - stoðkerfið
Bændum, sem hyggjast ráðast í nýsköpun tengda hagnýtingu býlis sem vettvangs
menntunar og skemmtunar, býðst margvísleg aðstoð gegnum stoðkerfi atvinnulífsins.
Hér má m.a. nefna þá ráðgjöf og handleiðslu sem stendur bændum til boða frá Impm,
ráðgjöfum atvinnuþróunarfélaga, Ferðamálafulltrúum, ferðaþjónustu bænda og frá
ráðgjöfum Bændasamtakanna. Ennfremur standa fmmkvöðlum oftar en ekki einhverjir
styrkir til boða, s.s. hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. A heimasíðu „Sóknafæri til
sveita“ á www.bondi.is er að íinna gott yfirlit yfir stoðkerfið, hugmyndabanka ásamt
miklu safni upplýsinga um búrekstur tengdum menntun og skemmtun. Bændur era
hvattir til að kynna sér málið frekar.
Til umhugsunar
Frægar setningar eins og „sala á norðurljósunum“ og „það er gull í hæðunum þama“ fá
breytta merkingu þegar þær em skoðaðar með menntunar- og skemmtunagildi nútíma
ferðaþjónustu í huga.