Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 543
541 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
ha'1 á ári við bestu skilyrði (Carlson og Huss-Danell, 2003). Nesheim og Oyen (1994)
birtu mun lægri gildi í Norður-Noregi, um 128 kg N ha1 á ári, og hér hefur niturbinding
rauðsmára mælst um 62 - 88 kg N ha'1 (Jóhannes Sveinbjömsson, 1997). Almennt
virðist hvítsmári binda meira nitur en rauðsmári (Abberton og Marshall, 2005).
Tilraunin, sem hér er skýrt frá, var gerð til að meta niturbindingu í mismunandi blöndu
af rauðsmára, hvítsmára, vallarfoxgrasi og vallarsveifgrasi hér á Islandi.
Efni og aðferðir
Niturbinding var mæld í alls 14 reitum á mel á Tilraunastöðinni Korpu þar sem sáð hafði
verið blöndum af rauðsmára, hvítsmára, vallarfoxgrasi og vallarsveifgrasi í mismunandi
hlutföllum vorið 2003. Mælingamar stóðu yfir árin 2004 og 2005 sem var fyrsta og
annað uppskeruár tilraunarinnar. Að vori og eftir hvem slátt var borið á reitina 40 kg
N ha'1 af tilbúnum áburði og vökvað með 3 kg N ha'1 af 10% 15NH4+l5N03. Settur var
niður I rrf fastur reitur í upphafi tilraunar og var hann vökvaður með 15N lausn. Miðjan
úr reitnum (0,25m2) var slegin tvisvar yfir sumarið og heyfengur greindur í allar ljórar
sáðtegundimar og illgresi. Sýnin voru þurrkuð, möluð og send til efnagreininga á l5N:14N
hlutfalli og heildar N í háskólanum í Comell í Bandaríkjunum.
Niðurstöður og umræður
Um 90-99% af nitri í rauðsmára og hvítsmára kom frá niturbindingu (1. tafla). Þekkt
er að þegar lítið er af nýtanlegu N í jarðvegi þá eykur það niturbindinguna (Boller &
Nösberger, 1987). Niturbinding í hverjum reit var ffekar lítil, um 1-52 kg N ha'1 ári1, og
tengd hlutfalli smára í uppskeranni (2004: r = 0.884, PO.001; 2005: r = 0.837, PO.001)
(1 ■ mynd (a) og (b)).
Sáning tókst vel en fyrsta veturinn drapst mikið af smáranum, einkum rauðsmára, sem
skýrir lága niturbindingu í sumum reitum. Hlutdeild smára í sverði óx þegar leið á
sumarið og batt hann um þrisvar sinnum meira nitur (N kg ha'1) í 2. slætti samanborið
við 1. slátt árið 2004 og sex sinnum meira árið 2005. Vorið 2005 var sérstaklega kalt og
getur það skýrt þennan mikla mun á milli ára.
I 1. slætti bæði árin var rauðsmári öflugari í niturbindingu en hvítsmári (2004: P=0.021,
2005: P=0.024) en þessi munur kom ekki fram í 2. slætti. Þekkt er að smárategundimar
sýna mismunandi viðbrögð þegar aðgangur að N í jarðvegi eykst, þá dregur hvítsmári
meira úr niturbindingu en rauðsmári (Boller & Nösberger, 1987). Astæðan getur verið
sú að rætur hvítsmárans em ofarlega í sverðinum og því betur samkeppnishæfar um N
i jarðvegi en rætur rauðsmára. í þessari tilraun mældum við ekki flutning á nitri á milli
smára og grass en umfram magn af !5N ísótóp var hærra í vallarfoxgrasi en vallarsveifgrasi
(P<0.001). Það má að hluta til skýra með því að vallarfoxgras vex hraðar og tekur þ.a.l.
UPP meira N. En það getur einnig verið að vallarsveifgras sé með betra rótarkerfi til þess
að taka á móti nitri frá smáranum.