Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 546
544 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða
Ása L. Aradóttir1, Hersir Gíslason2, Skúli Guðbjamarson3,
Kristín Svavarsdóttir4 og Hafdís Eygló Jónsdóttir2
'Landbúnaðarháskóla Islands, 2Vegagerðinni, 3Alice ehf, 4Landgræðslu ríkisins
Inngangur
Svarðlag, sem er gróðursvörður og efsta lag jarðvegs, getur komið að góðum notum
við að endurheimta grenndargróður við uppgræðslu malamáma og annarra svæða sem
hefúr verið raskað vegna framkvæmda. I svarðlaginu em fræ og jafnvel aðrir lifandi
plöntuhlutar, auk þess sem jarðvegur þess er frjósamari en neðri jarðvegslög og getur
haft ijölbreytilegt örvem- og smádýralíf (t.d Wali 1999). Uppgræðsluaðferðir sem nýta
svarðlag hafa gefist vel við margvíslegar aðstæður (t.d. Farmer o.fl. 1982; Moyhanan
o.fl. 2002) og víða um heim er gert ráð fýrir nýtingu svarðlagsins við uppgræðslu í
stöðlum vegna frágangs á námusvæðum (Perrow and Davy 2002).
í leiðbeiningum um efnistöku og frágang námusvæða (Guðmundur Arason o. fl. 2002) er
mælt með því að við efnistöku á grónum svæðum sé svarðlag aðskilið frá öðrum jarðvegi
og því síðan jafnað yfir efnistökusvæðið við frágang námanna. Við vinnslu og frágang á
námusvæðum í tengslum við vegagerð hefúr þessum leiðbeiningum sjaldnast verið fylgt
eftir, þar sem hentugra hefur þótt að ýta öllum lífrænum jarðvegi saman í einn haug.
Það hefúr jafnvel verið dregið í efa að þessi aðferð myndi skila árangri enda liggja ekki
fyrir niðurstöður neinna rannsókna á notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða hér
á landi. Því hóf Vegagerðin og Alice ehf, í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og síðar
Landbúnaðarháskóla íslands, rannsókn á uppgræðslu með svarðlagi árið 2005.
Markmið rannsóknarinnar er að kanna árangur af endurheimt náttúrulegs gróðurs við
uppgræðslu malarnáma með því að halda svarðlagi til haga og jafna því yfir raskað
svæði, samanborið við þá aðferð að nota blöndu af jarðvegi og svarðlagi. Prófaðar
voru mismunandi uppgræðsluaðgerðir er fólust í áburðargjöf og notkun á mismunandi
sáðblöndum og þakningarefni. Rannsóknin mun standa fram til ársins 2010 en hér er
gerð grein fyrir fyrstu niðurstöðum hennar.
Aðferðir
Tilraunasvæðið er í jaðri lítillar malamámu í Hálsasveit, um 3 km fyrir vestan Húsafell
(N64°41.797’-W020056.074’0). Gróðurfar tilraunarsvæðisins var fjölbreytt, frá opnum
flögum yfir í þýflt mólendi. Einnig mátti finna þar bletti með fjalldrapa, öðmm lynggróðri
og þykkum mosa.
Mælingar á gróðurfari svæðisins voru gerðar 19. ágúst 2005. Lögð vom þijú samsíða
snið eftir endilöngu tilraunarsvæðinu, samtals 200 m löng. Fjömtíu rammar (0,5 m
x 0,5 m) vom lagðir til skiptis, hægra og vinstra megin við sniðin með 5 m millibili.
Þekja einstakra háplöntutegunda, mosa, fléttna og lífrænnar jarðvegsskánar var metin í
hverjum ramma samkvæmt eftirfarandi skala 1: <1%; 2: 1-5%, 3: 6-10%; 4: 11-15%; 5:
16-25%; 6: 26-50%; 7: 51-75% og 8: 76-100%. Hlutdeild ógróins yfirborðs var metin
að næstu 5%.