Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Page 547
545 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Svarðlag var fjarlægt 21 .-22. október 2005. Um 0,2 m þykku svarðlagi var ýtt ofan af urn
2270 m2svæði og var notuð jarðýta til verksins. Til að tryggja að svarðlagið sem haldið
var til haga yrði sambærilegt við það svarðlag sem blandað var saman við jarðveginn var
fylgt eftirfarandi skrefum: (1) Svarðlagi af öllu svæðinu var safnað saman í einn haug
til að það blandaðist. (2) Um 180 m3 (40%) af svarðlagshaugnum var síðan jafnað út
yfir um þriðjung svæðisins sem þegar hafði verið tekið ofan af. Þegar því var lokið var
svarðlaginu ásamt 0,6-0,7 m þykku moldarlagi ýtt upp í einn haug (jarðvegsblanda), um
670 m3. (3) Að lokum voru teknir um 200 m3 af mold af hinum tveim þriðju svæðisins,
þ.e. þeim hluta sem ekki var notaður til að útbúa jarðvegsblönduna. Moldin var geymd í
haug þar til uppgræðsla hófst en var síðan notuð til að þekja þann hluta tilraunarsvæðisins
sem var ógróinn.
Gróni hluti tilraunarsvæðisins hafði töluvert þykkan jarðveg, sums staðar yfir 1 m.
Moldin þar var ekki öll fjarlægð þar sem það hafði engan ávinning varðandi tilraunina
en hefði kostað mikla vinnu bæði að taka hana frá og leggja aftur út á svæðið. Moldin
var hins vegar sléttuð út þannig að svæðið væri tilbúnið fyrir útjöfnun á svarðlagi og
jarðvegsblöndu.
Alls voru prófaðar sjö tilraunarmeðferðir (sjá 1. töflu) sem hver var endurtekin í fimm
16 m x 5 mtilraunarreitum. Var meðferðunum raðað tilviljunarkennt á reiti innan hverrar
endurtekningar. Svarðlaginu og jarðvegsblöndunni var jafnað út í u.þ.b. 0,2 m þykkt lag
á tilraunareitina. Byrjað var að ganga frá svæðinu 6. júní 2006 en vegna rigningar varð
að hætta við verkið. Sökum áframhaldandi vætutíðar var ekki byrjað aftur fyrr en 26.
júní en frágangi á svæðinu lauk þremur dögum síðar. Sáning og áburðardreifing fór fram
7. júlí.
1 • tafla. Lýsing á tilraunarmeðferðum.
Meðferð S S-Á Jarðvegur Aburður Mold ja&að yfir reit og svarðlag sett yfir13 Mold jaihað yfir reit og svarðlag sett yfir. N,P2) Sáning
S-ÁF J-Á Mold jafnað yfir reit og svarðlag sett yfir. N,P2) Jarðvegsblöndu (svarðlag+mold) jafnað yfir N,P2) reit. Jarðvegsblöndu jafhað yfir reit. N,P2) Hálíngresi og rauðvingull3)
J-ÁF Hálingresi og rauðvingull3)
J-ÁF-Ib Jarðvegsblöndu jafhað yfir reit. N,P2) Fræblanda Ib4)
J-AMG Jarðvegsblöndu jafnað yfir reit. Blöndu af N,P2) vatni, moltu, pappamassa, ffæi og áburði sprautað yfir reitinn. Hálíngresi og rauðvingull3) auk náttórlegra fræja4 5
11 Ekki var jafnað út mold á alla reitina því á flestum þeirra var allþykk mold fyrir.
2’ 28 g m'2 af Fjölgræði 7 (Áburðarverksmiðjan hf.) sem hefúr 20%N, 5,2%P og 6,6%K, auk Ca,
Mg og S.3) 0,4 g m'2 af hálíngresi (Agrostis capillaris L [Leikvin]) og 1,2 g m'2 af rauðvingli
{Festuca rubra L. [Leik]).
4) 0,8 g m-2 af rauðvingli (Festuca mbra L.), 0,8 g m-2 af vallarsveifgrasi (Poa pratensis L.), 0,4
g m-2 af rýgresi (Lolium multiflorum Lam [EF486 Dasas] og 0,2 g m-2 af hvítsmára (Trifolium
repens L. [Undrom])
5) Fræ sem safnað var í nágrenni námunnar og Hólmsheiði austan við Reykjavík.
Gróður í tilraunarreitunum var metinn 10. október 2006, í fimm römmum (0,5 x 0,5 m)