Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 549
547 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
tilraunarreitum, nema í sáðreitum með svarðlagi (2. mynd). Ekki var munur á
tegundaíjölda í reitum með svarðlagi og í reitum með jarðvegsblöndu fyrir sambærilegar
uppgræðslumeðferðir (F=3,5; p=0,09) en marktæk áhrif voru af uppgræðsluaðferð
(F=13,9; p=,003). Ekki var marktækt samspil á milli þessara þátta (F=l,4; p=0,26).
Þessar fyrstu niðurstöður gætu bent til þess að sáðtegundimar hafi hindrað landnám
einhverra tegunda. Þó er ekki hægt að útiloka það að þessi munur á tegundafjölda stafi
að einhverju leyti af því að erfiðara hafi verið að greina smávaxnar tegundir í sáðreitum
en öðmm tilraunarreitum vegna mikillar gróðurþekju í þeim (samanber 1. mynd).
2. tafla. Meðalþekja mosa og valinna háplöntutegunda, auk fjölda tegunda, á tilraunarsvæðinu
2005 og í tilraunarreitunum þremur mánuðum eftir að tilraunin hófst, haustið 2006. Um er
að ræða þær háplöntutegundir sem vom á meðal íimm algengustu í hverri tilraunarmeðferð
(feitletraðar þekjutölur).
Þeija (%) á Þetga (%) i tilraimarreirimwn, ohóber 2006
rannsóknar- svœðinu ág. 2005 5 S-J S- ÁF J-Á J-.4F J-ÁF- Ib J-ÁMG
Mosar 16,8 1,3 2,6 1,3 1,5 1,6 1,9 2,6
Hálíngresi (Agrostis capillars L.) 9.0 1,1 6,5 24,8 3,9 17,9 0,8 12,3
Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera L.) 0,6 0,0 1,4 0,7 0,2
Fjalldrapi (Betula nana L.) 11,4 0,1 0,1 0,1 0,1 0,0
Vegarfi (Cerastium fontanum Baumg.) 0,1 0,3 0,3 0,9 0,3 0,3 0,1 0,4
Snarrótarpuntur (Deschampsia) 11,1 0,2 0,5 0,7 0,3 0,1 0,1 0,1
Krækilyng (Empetrum nigrum L.) 13,8 0,1 0,0 0,0 0,0 0,1
Klóelfting (Ecjuisetum arvense L.) 3,8 1,6 0,7 0,4 1,3 0,5 1,0 0,4
Túnvingull (Festuca rubraL. og ssp. 4,7 1,9 1,5 13,9 2,1 16,0 8,3 19,4
Krossmaðra (Galium boreale L.) 9.8 0,6 1,0 0.6 0,7 0,2 0,2 0,1
Rýgresi (Lolium multiflorum Lam.) * ♦ * * * 15,9
Vallarsveifgras (Poapratensis L.) 0,2 0,3 5,9
Skurfa (Spergula arvensis L.) 0,3 0,1 1,2 0,7 0,7 0,1 0,1 0,8
Túnfífíll (Taraxacum officinále Weber) 0,0 0,2 0,9 0,8 0,4 0,1 0,1 0,1
Brjóstagras (Thalictrum alpinum L.) 2,7 0,5 0,5 0,4 0,1 0,0 0,1 0,1
Heildarfjöldi tesunda 60 36 41 31 37 33 26 33
* Fræ frá uppgræðslu í nágrenninu hafði dreifst inn í austustu endurtekningu tilraunarinnar og þar
mældist rýgresi með smávegis þekju í flestum meðferðum.
Gróðurfar tilraunarreitanna var talsvert frábmgðið uppmnalegu gróðurfari svæðisins
áður en tilraunin hófust (2. tafla). Alls vom skráðar 60 háplöntutegundir í úttekinni í
ágúst 2005 og höfðu krækilyng, fjalldrapi, snarrótarpuntur, hálíngresi og krossmaðra
þá mesta þekju háplantna en þekja tnosa var um 17%. í tilraunarreitunum ári seinna
var þekja krossmöðm hins vegar fremur lítil og fjalldrapi og krækilyng höfðu nær enga
þekju. Aftur á móti var þekja grasa þar ineiri, einkum língresis, sem var raunar einnig í
sáðblöndunni sem notuð var í S-ÁF og J-ÁF reitunum. Sáðtegundirnar vom ríkjandi í
sáðreitunum en einnig voru þar áberandi tegundir sem eru algengar á röskuðum svæðum
og á melum, svo sem vegarfi, túnfífill og skurfa (2. tafla). Flestar tegundir fundust í S-
Á reitunum, en í öllum svarðlagsreitunum mátti finna torfur með leifum al þeim gróðri
sem fyrir var á svæðinu. Gróðurtorfumar voru þó mjög strjálar og því lentu þær sjaldan
inni í römmunum. Þrátt fyrir að mælingarnar væm gerðar síðla hausts var gróðurinn lítið
farinn að sölna, nema þá helst í S-meðferðinni þar sem ekki var borið á. Þó er mögulegt
að einhverjar tegundir hafi lokið þroskaferli sínum fyrr og því ekki verið teknar tneð í